18.9.06

Og svo kom Eiður inn á...

... og allir samherjar hans virtust hafa yfirgefið völlinn. Eiður átti allar sendingar, skiptingar og stoðsendingar, hann átti þau skot sem hittu á markið og fiskaði að lokum víti. Reyndar skoraði Ronaldinho úr því, en Eiður hefði allt eins geta gert það líka, því hann fiskaði vítið og markmanninn útaf. Andstæðingarnir féllu fyrir fótum Eiðs, þeir lögðust á hnén og tilbáðu hann líkt og hann væri hinn íslamski Allah, eða Kristur á páskadag. Eiður var því vitaskuld maður leiksins, þó hann hafi ekki leikið nema korter.

Að minnsta kosti ef maður sneri hnakkanum í skjáinn og hlustaði bara á lýsinguna hans Gaupa.

Engin ummæli:

Rollerblades at night