24.9.06

Plága

Ég hef nánast lokið við verklega hluta geitungaveiðinámsins. En hef svosum engan áhuga á áframhaldandi frama í þeirri grein. Reyndar er ég næstum viss um að alvöru geitungaveiðimenn (sem nefnast líklega meindýraeyðar í daglegu tali, og sinna að öllum líkindum fjölbreyttari störfum en geitungaveiðum) noti talsvert háþróaðari tæki en ég; bjórglas og glósubók hljóma bara eitthvað svo ólíkleg atvinnutæki. Allavega fyrir þessa iðngrein.
Ég nota þessi sömu tæki talsvert við önnur tækifæri.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki að tala um björgunardúddana vini Hildar?

hallurth sagði...

Jú einmitt. Hugsa að ég taki mig yfirleitt betur út við allt annað en að hlaupa á eftir rottum og brjáluðum geitungum...

Nafnlaus sagði...

Hei það er líka hægt að nota flugnaspaða, komst að því um daginn. Hugsa að það sé líka skilvirkari aðferð ef maður ætlar á annað borð að slátra þeim. Svo er það líka gaman. Annars á maður ekki við þetta vandamál að stríða ef maður er á réttu landshorni;)

Hildur Lilliendahl sagði...

HAHA! Ásgeir you made my day. Ég opnaði þessi komment einungis og einvörðungu til þess að leiðrétta þessa skelfilegu málnotkun hans Halls. Þetta heita björgunardúddar.

Rollerblades at night