Hvar sem ég kem að eiga sér stað hápólitískar og heimspekilegar umræður um mannlega tilvist, trúarbrögð, réttlæti og hvunndaginn. Sem betur fer virðast flestir sammála um að virða beri almenn mannréttindi, en menn greinir gjarnan á hvaða leiðir sé best að fara til að sætta þá ólíku hópa sem mannfólkið greinist í.
Meira og minna allt virðist annars ganga mér í hag. Heimurinn er uppfullur af kátínu. Kannski er það bara ég, kannski er það bara ástandið sem ég er í.
Líklega spilar hugarfarið svona inn í, en ef ég skyldi taka upp á því að vinna í Lóttóinu um helgina hlýt ég að fara að hugsa mig um tvisvar. Gúmmiteygjukenningin hefur í gegnum tíðina grafið sig fast inn í huga kaldhæðinnar kynslóðar sem ólst upp við níhílíska poppmenningu og sjónvarpsþætti eins og Seinfeld.
En þrátt fyrir ljósmengun í miðbæ Reykjavíkur fann ég myrkur á milli ljósastaura þar sem ég sá glampa í stjörnur, og velti fyrir mér hvor þær sæjust líka yfir dimmum kanölum í Kaupmannahöfn. Bráðlega get ég kannað það sjálfur.
Ég get varla beðið.
(Nú er næturvöktum lokið og eftir að hafa sofið vel úr mér og gengið örlítið um miðbæ Reykjavíkur með framtíðarplön í maganum, er gaman að vera til).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli