Sigling eftir skipaskurðum Kaupmannahafnar og í stefni stendur djasshljómsveit og spilar létt dixieland ættað frá borginni sokknu, New Orleans. Sól skín og veðrið er ljómandi og maður ljómar sjálfur yfir hugulsemi og yndisleika.
Með kvöldinu kom svo rigning og ljósleiftur og læti af himnum en mér var alveg sama. „Þegar ástin grípur unglingana,“ sagði myndlistarkona við mig um daginn, og á leiðinni til Keflavíkur, eldsnemma á laugardagsmorgni, hlógu foreldrar mínir að breyttum tímum, og vitnuðu til landsföðurins og frelsishetjunnar og nafna hins nýja formanns villtast og trylltasta flokksins í borginni.
Ég nenni hinsvegar ekki heim þó ég neyðist til þess. Eins og Jerseyjarbúinn sagði forðum daga á Frakklandsströndum: „I don't wanna go back home. I've really nothing to do there; I seriously don't nenn it!“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli