1.10.06

Tilviljanir

Á Kaffi Evrópu, gegnt Kaffi Norðri við Amagertorg, sátum við og gæddum okkur á sýnishornum af öllum eftirréttum sem staðurinn bauð upp á. Við hliðina á okkur sátu gömul hjón sem höfðu setið með okkur um borð í bát og hlustað á djassinn gæða Höfn lífi.
Meðan Ásta talaði í símann ræddu hjónin ákaflega um myndir á veggnum við hlið okkar. Næst okkur var mynd sem þeirri gömlu varð tíðrætt um, og gerði mikið til að útskýra fyrir eiginmanni sínum hver væri. Ég þekkti nafnið hinsvegar úr þessari færslu.

Engin ummæli:

Rollerblades at night