27.10.06

Hálf fimm

Og viti menn! Nú er einhver eitursnjalli spekingurinn að fara að halda fyrirlestur um það að leynilöggusögurnar hans Arnaldar lýsi ekki veruleika íslenskra undirheima! Hvurslags dæmalausa helvítis röfl er þetta? Á ekki bara að ganga á röðina og svipta hulunni af öllu hérna? Þurfum við sauðsvarti almúginn í alvöru að fara að láta það yfir okkur ganga að í hinni mjólkurhvítu borg Reykjavík séu framin illvirki, að eiturlyfjafíklar séu ekki slæmt fólk, eða gott fólk sem hefur lent í slæmum félagsskap, og að nauðganir séu ekki eitthvað sem gerist bara á útihátíðum?
Svo má kannski reyna að útskýra fyrir okkur hvernig launamunur á milli kynja og stétta er svo bara til eftir allt saman, hvernig mennta- og heilbrigðiskerfið er í molum og hvernig heimurinn er, þrátt fyrir allt, ekki bjartur og fallegur staður. Þó hann sé ekkert endalaust svartnætti heldur. Að það sé ekki til Gott og Illt eins og við lásum það í Fimmbókunum, og lífið og tilveran séu ekki skrifuð má bakvið eyrað á manninum fyrir framan þig.
Guð er dauður! Eða var það kannski bara Drottinn sem drapst?
Hvernig í djöflanum eigum við eiginlega að fara að því að takast á við þetta?

(Biturð. Mig langar til Vínar. Mig langar til Vínar. Mig langar til Vínar. Og svo, eftir viku, langar mig til Kaupmannahafnar.)

Engin ummæli:

Rollerblades at night