9.11.06

Dauði Ljósvellings

Á morgun fer ég til Kaupmannahafnar. Aftur. Tæknilega séð hefði ég átt að vera á leiðinni inni í vél eftir tíu tíma. Þremur tímum síðar hefði ég svo átt að vera að lenda á Kastrup. Og flugvélin sem ég ætlaði að vera í sömuleiðis.
Nema það gerði náttúrulega óveður á Íslandi. Eins og staðan er núna ætti ég að vera að fara í loftið eftir tólf tíma. Það er bara tveggja tíma seinkun, en fjandinn hafi það, það eru ennþá tólf tímar til að seinka fluginu ennþá meira. Og eins og staðan er núna, fari ég í loftið klukkan kortér yfir níu, hef ég ekki hugmynd um hversu langan tíma það tekur að fljúga til Hafnar í öllu þessu roki. Ég veit ekki einu sinni hvort flugvélin lendi með mér á Kastrup.
Mér líkar hreint ekki við veðrið hér. Best ég flytji bara til Kaupmannahafnar. Það er auðveldara.

Ætli ég fari ekki bara í lok febrúar?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega spurning um að vera skynsamur og eiga flug þegar óveðrið er gengið yfir;)

Nafnlaus sagði...

Bitri maðurinn hefur talað.. Þú og Fjallkonan verðið að fara að drífa ykkur í smá hjónabandsráðgjöf.

Rollerblades at night