Íslenskir sjómenn á djassbar í Kaupmannahöfn. Ennþá fleiri Íslendingar dreifðir um litla staðinn, sem þetta kvöld hafði rukkað fimmtíukall inn og seldi jólabjór í stríðum straumum. Dyravörðurinn, sem er annars vanari að fleyta ölinu af krönum barsins, kannaðist svo rúmlega við okkur íslenska parið, og hleypti okkur inn með kumpánlegum athugasemdum.
En íslenskir sjómenn á djassbar í Kaupmannahöfn. Það er kjánalegt að fella fólk í flokka og staðla upp ímyndir, en fjandinn, þeir voru íslenskir sjómenn! Hafi ég einhverntímann þekkt einhvern svoleiðis (sem ég og hef) þá þekkti ég alltof mörg karaktereinkenni í fari þessara manna á forsendum sjómennskunnar. Hreystin, tungulipurðin, hugmyndafræðin - stoltið. Hefði ég aldrei þekkt íslenska sjómenn áður hef ég það á tilfinningunni að ég hefði engu að síður vitað að ég væri að tala við svoleiðis menn þarna. En fínir strákar samt.
3 ummæli:
ég vil minna þig á mjög svo náinn og íslenskan sjómann og biðja þig að vera ekki að draga þá alla í sama flokkinn. ég er orðin móðguð á að lesa bloggið þitt, hraunar yfir landið mitt og þjóðina, sem er meðal annara ég, og hendir fram ekkert-alltof-jákvæðum athugasemdum um stétt sem ég hef allt aðra upplifun af en þú (skilst mér af skrifum þínum). ef þú hættir ekki þessum uppskafningshætti, þá hætti ég lesa þetta blogg og heimsæki bara aðra dani en þig!!!
já! steingleymdi ég ekki bara að kvitta undir þessa þrumuræðu mína, enda sármóðguð og æst.
lof,þín frækna frænka.
Og í dag ætlum við öll að vera róleg, Kristín mín. Auðvitað á maður ekki að fella í flokka, draga í dálka og staðla upp ímyndir (eins og ég held að ég hafi bent á), og umræddur sjómaður sem við erum að tala um er miklu meiri persóna í mínum huga en þessir tveir. EN, ég þekki þessa ágætu menn ekki neitt. Það er hinsvegar ákveðin ímynd sem fólk hefur yfir þessa starfstétt, sjómenn, og sérstaklega þá frá Íslandi. Ekki þennan æsing.
En þú þarft heldur ekkert að lesa þetta frekar en þú vilt; þitt er algjörlega valið.
Skrifa ummæli