24.11.06

Fram og til baka

Vinur minn afrekaði það um daginn að nýta sér alla mögulega samgöngumáta sem tiltækir eru í heiminum í dag, utan geimskots. Hann nýtti sér þannig flugvél, rútu, lest, bát og fætur (en hann er hinsvegar of latur við að blogga til að segja frá þessu sjálfur). Vitaskuld er líka hægt að fljúga með loftbelg, synda og hjóla, en að benda á slíkt væru bara leiðindi, og til þess eins ætlað að gera þetta flókið.
Nema hvað, vinurinn sagði að þetta hefði minnt sig á það þegar hann borðaði allar máltíðir dagsins, morgun-, hádegis-, eftirmiðdegis- og kvöld-, sína í hverju landinu. Þá var hann á lestarferðalagi um Evrópu.

Mér finnst skemmtilegast við þetta hvað við erum öll orðin að miklum heimsborgurum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér fannst þetta skemmtilegt, mjög heimsborgaralegt, já. Nú er bara að slá þetta og bæta við loftbelgnum, þyrlunni o.s.frv. á sama degi.

hallurth sagði...

Hehe... umhverfis jörðina á áttatíu tímum. Reyndi það ekki einhver?
Mætti vel laga alla þessa ferðamáta í svoleiðis ródtripp.

Rollerblades at night