24.11.06

Og víst er hún það!

Það er annars ekki hægt að minnast á fríðleikspiltinn orðheppna án þess að segja líka sögu af systur hans. Sú heitir Bára og bar fyrir sig að hafa sérlega slæmt minni þegar kæmi að orðtökum og málsháttum. Hún ruglaði þessu öllu saman, sneri í graut, og fengi út úr því einhverja vitleysu.
Einhverja málshætti þóttist hún nú samt kunna - tengdi það nafninu sínu - en vafðist þó tunga um tönn þegar hún sagði:

Sjaldan er bára einstök...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bara snilld...flottustu systkini....hlakka geggjað að læra fullt af nýjum málsháttum þegar ég fer út 6. jan:)

Nafnlaus sagði...

já að ógleymdu: "þetta er svo væmt" og "sjáiði bara sólkomuna"

Rollerblades at night