18.11.06

Svefnvana

Ég er svo ótrúlega andlaus eitthvað og upptekinn af því að vera grútsyfjaður, að ég er að hugsa um að birta eitthvað svona kvissdæmi sem ég var manaður upp í að svara annarsstaðar.
Tek það samt fram að ef engin svör verða komin í kommentakerfið þegar ég mæti aftur til vinnu hér í kvöld, þá hverfur þetta jafnharðan. Ef ég væri ekki svona andlega uppurinn og svefnvana þá myndi ég semja þessar spurningar upp á nýtt, gera þær áhugaverðari og skemmtilegri. En þetta verður að duga í bili:

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/n af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Gefðu mér hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það?
7. Lýstu mér í einu orði
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þú einhvern tímann viljað segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

6 ummæli:

Ásta & allir sagði...

aaaaaaarrrrrrg

ég svaraði hverri einustu spurningu mjög nákvæmlega og svo sagði blogger bara sorry hef ekk tíma reynu aftur seinna og eyddi honum!!!

of bitur til að gera þetta aftur núna og verð að læra en ég skal bara segja þér þetta sjálfum ef ég hef mig ekki í að svara hérna síðar

Nafnlaus sagði...

1. Hafdís
2. Já við erum það
3. Það var í Sölden í Austurríki, í nóvember 2003
4. Þú heillar mig alltaf
5. ég kyssi þig alltaf þegar ég sé þig, reyndar bara á kinnina ;)
6. Skáldið, held að útskýringa sé ekki þörf ;)
7. Vitur
8. Bara vel
9. Já auðvitað, ennþá betur ef eitthvað er
10. Húfur!!! Hliðartöskur, photoshoppaðar myndir og eldhúsbréf :)
11. Opinn miða til Köben :)
12. ég þekki þig nokkuð vel held ég, sérstaklega eftir Sölden part 2
13. á miðvikudaginn þegar þú komst í kaffi, verðum að endurtaka það aftur
14. Neibbs, við höfum alltaf verið svo hreinskilin við hvort annað
15. ég er búin, en ú átt eftir að skrifa um mig ;)

Ásta & allir sagði...

Ok taka tvö. Sex tímar af heimasíðugerð er hvort eð orðið heiladeyfandi.

1. ásta
2. miklir
3. Án fullkomlega nákvæmrar vissu skít ég á fb, ef ekki borð í matsal þá í smiðjunni.
4.fáránlega. (þó það sé ekkert fáránlegt við það..og nú er þessi brandari búinn að ná efsta möguelga stigi og útdauður)
5. mikið, meira, mest, mestast
6. hafnarskáld, já stolið en það virkar ef þú semur eitthvað í höfn.
7.margbreytileiki
8.Man að mér fannst rauða húfan þín flott og þótti þú áhugaverður og svei mér þá skáldlegur.
9.Ennþá áhugaverðari við nánari kynni, rauða húfan er enn fín og rithæfileikar formlega staðfestir.
10.jass.nina&stina. dreamweaver, absint, heimspekitilvitnanir í námsbókunum minum. meira og minna allt svo ég hætti bara hér.
11. Pólskan jass? jafnvel koss/a
12.alltaf hægt að kynnast fólki betur, svo heilan helling en samt fullt eftir.
13. Tja mér reiknast umþb 80klst, en ég hlýt að vera léleg í reikningi því það virkar meira einsog hálfur mánuður.
14.örugglega einhverntímann þó ég muni það ekki, en annars virkar feikivel að segja bara allt sem manni finnst með þér.
15. sendu mér það bara í emaili ef þig langar að svara ;)

ok svo má tíminn líða núna.

Nafnlaus sagði...

1. Þórdís
2. Já
3. Í eldhúsinu í Fender des '04
4. Já, ekki þannig samt
5. Jájá, samt ekki blautan
6. Halurhalur. Danny sællrar minningar
7. smellinn
8. Ég man að ég hugsaði: ókei, þessi virðist gáfulegur. Það var eftir fyrstu kynni af tóta, kára og árna
9. Já þú ert yfirburða gáfulegur
10. t.d. bækurnar þrjár sem eru fyrir augum mér og þú gafst mér í afmælisgjöf. líka heimspekingar og bókmenntafræðingar. þú ert samt skemmtilegri en þeir.
11. hlý föt svo þú hættir að kvarta undan veðri. svo myndi ég gefa þér ferð til húsavíkur.
12. ágætlega
13. þarna um daginn fyrir utan þjóðminjasafnið. svo ertu víst alltaf á leiðinni í kaffi er þaggi?
14. mér vefst yfirleitt ekki tunga um tönn
15. neinei

Nafnlaus sagði...

1. Tinna "stóra"
2. Já við erum það sko sannarlega!
3. Við hittumst í Sölden 2004....líklega bara í húsi húsanna Fenderhaus!!
4. alveg heilann helling! hehe
5. Þú svaraðir þessu ekki á minni síðu..þannig að þú færð heldur ekkert svar!!!
6. Skáldið....spekingurinn...Bara þú ert það!
7. Djúpur!!!!
8. Hmmmm ég held að mér hafi fundist þú pínu skrítinn!! hehe
9. Hehe þú ert enþá pínu skrítinn en á góðann hátt...og þú ert líka mjög góður vinur á allan hátt:)
10. hmmmm Hattur, flotta brettið þitt og orð sem ég á bágt með að skilja:) hehe
11. hmmmm risa stórt hús í Köben og eitt stykki fyrirtæki þar:)
12. hmmm stundum held ég að ég þekki þig ekki mikið en svo held ég samt að ég geri það:)
13. fyrir tveimur vikum þegar við löbbuðum í óveðri á Alþjóðaskrifstofuna!
14. Nei veistu það held ég ekki....
15. bin there...done that!

Regnhlif sagði...

1. Ég er Hlíf
2. Njah, nei, en við verðum það kannski
3. Ég held barasta á Eiríksgötunni í einhverju partýi
4. Nei
5. Nei, ekki neitt
6. Síðu-Hallur (af því að þú heitir ÁstuHallur á blogginu mínu, og það minnir mig alltaf á Síðu-Hall)
7. Ást(u)sjúkur
8. Bara vel
9. Já
10. Ásta.
11. Jahh, miða til DK, aðra leið
12. Bara frekar illa
13. Á Októberfest.
14. Ekki svo ég muni.
15. Nei, gerði það fyrir löngu síðan.
:)

Rollerblades at night