16.11.06

Um íslenska hreysti

Svo var það þessi sem sagði það til marks um hreysti íslensku þjóðarinnar, að við hefðum þolað þessa veðráttu í þúsund ár. Það finnst mér ekki. Mér finnst fátt hraustlegt við það að húka hríðskjálfandi undir ljósastaur með frostbitnar kinnar og sultardropana lekandi af nefinu eins og Dettifoss í haustleysingunum. Helst að myrkrið feli þetta.

Ég velti því hinsvegar oft fyrir mér hvaða hálfvita hafi dottið í hug að þetta land væri mögulegt til búsetu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að ólastaðri snilld þeirra sem flúðu héðan til Grænlands svo þeir gætu lifað ljúfa lífinu. En já, ég hélt ég hefði ekki af að ganga fimm mínútna leið að sækja pitsu fyrr í kvöld. Andskotans ógeðsveður.

Nafnlaus sagði...

Aumingjaskapur er þetta... vont veður er bara hugarástand. Menn eru bara misvel klæddir. Víkingarnir áttu örugglega fínustu ullarbrækur.

Rollerblades at night