Við hrukkum upp í morgun við dimmraddaðan kvenmann sem skipaði einhverjum félaga sínum fyrir beint fyrir utan gluggann minn. Þar sem ég bý á þriðju hæð þá þótti Ástu þetta dularfullt í meira lagi. Ég var hinsvegar fljótur til með útskýringu og benti á að nágrannarnir þyrftu að „ganga inn utanfrá.“
Ásta hló. Ég reyndi að bjarga mér fyrir horn og fullyrti að þetta væri alveg til, ég hefði séð svona í útlöndum.
Hún hló ennþá meira.
Ég er ennþá mjög syfjaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli