8.12.06

Heima

Kom í gærkvöldi. Reykjavík í ljósum logum úti í myrkrinu og Reykjanesbrautin, appelsínugult strik í gegnum hraunið, eins og olíuvætt reipi sem hefði verið notað til að tendra borgina.
Einhverra hluta vegna þótti mér samt vænna um að koma heim í gær, heldur en í hin fjögur skiptin. Sjálfsagt er það af því að Ásta kemur heim eftir viku, og alla dagana þangað til hún kemur verð ég á kafi í próflestri og ritgerðarsmíð.
Líklega hefur það samt sitthvað að segja að þetta var líka síðasta heimsóknin til Danmerkur.

Næst þegar ég fer veifa ég fingri eða lófa að landinu, fer eftir skapi, og verð í burtu um óákveðinn tíma. Ekki minna en tvö ár þó, ef frá eru talin nauðsynlegar heimsóknir til Íslands vegna prófa.

Engin ummæli:

Rollerblades at night