Um leið og hjólin snertu flugbrautina upphófst mikill kór. Hver farsímakveðjan á fætur annarri glumdi í litla rýminu, og í kjölfarið fylgdi píp eftir píp; smáskilaboð sem höfðu beðið á meðan flugvélin sjálf var utan þjónustusvæðis boðuðu nú komu sína.
Þessi kór kveðjutóna og píphljóma entist i að minnsta kosti tíu mínútur. Á einhverjum tímapunkti langaði mig að skera af mér eyrun.
1 ummæli:
jamm, ég fæ alveg hroll við það að lesa þetta...
Skrifa ummæli