Ég rakst á kanínu í nótt, fyrst rétt eftir miðnætti. Hún fól sig undir runna og ég hélt að hún væri lítill snjóskafl. Auðvitað var ekkert skjól af þessum ágæta runna - síðustu laufin féllu af honum um miðjan september. En hún húkti þar og það var ekki fyrr en ég sá glitta í rauð augun að ég ég fattaði að skaflinn væri lifandi, stoppaði og nálgaðist hana varlega. Hún hreyfði sig ekki, en stífnaði öll upp. Svo þegar ég beygði mig niður og kallaði á hana eins og ég hefði kallað á kött, kom hún skoppandi til mín og þefaði af fingrunum sem ég hafði rétt fram. Vonaðist eftir einhverju matarkyns. En hún neitaði alfarið að leyfa mér að taka sig upp.
Reyndar sá ég þessa kanínu í sumar. Þá lá hún í skjóli fyrir aftan hús, lá grafkyrr og horfði á mig með þessum rosalega rauðu augum svo ég varð næstum skelkaður. Núna brá mér ekki jafn mikið við augun, ég varð bara hissa á að sjá hana að vetri til. Auðvitað þurfa þær að vera einhversstaðar, en mér datt ekki hug að þær myndu lifa svona upp á sitt einsdæmi inn í veturinn. Sérstaklega ekki með nóvember í líkingu við þann sem herjaði á Ísland: kaldan og langan.
Ég kíkti nokkrum sinnum til viðbótar á kanínuna. Hún lá þarna í gegnum nóttina, en þegar ég gáði undir morgun var hún bak og burt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli