9.12.06

Þvinguð ritgerðarsmíð um miðja nótt

Mér líður svolítið eins og ég sé bundinn niður, hendur fyrir aftan bak og fætur upp í loft, og augun á mér hafi verið þvinguð upp með einhverju áhaldi úr köldu stáli. Mér finnst eins og skæru ljósi sé beint í augun á mér á meðan einhver stendur og sparkar reglulega í höfuðið á mér, svolítið fast, en ekki nógu fast til að ég missi alveg meðvitund, frekar að ég vankist.

Það hefur reyndar talsverð áhrif á þessa vanlíðan mína, að ritgerðarefnin eru ekki sérlega liðleg, og eru alls ekki birtingarmynd minnar upplifunar af þessum ágæta kúrsi. Þvert á móti, lesi maður yfir þau þá var þetta hundleiðinlegur kúrs. Sem mér fannst einmitt ekki.

Engin ummæli:

Rollerblades at night