9.12.06

Það sem maður veltir fyrir sér til þess að hugsa ekki um ritgerð

Menning er alvörumál. Og sérstaklega íslensk menning.“

Þetta stendur í Lesbókinni í dag. Á eftir fylgir svo einhver lýsing á atburði sem fram leiddu lúffulegur íslenskur eiginmaður og spéhrædd nútímakona. Ég skildi ekki alveg samhengið. En fór að hugsa um Íslendingasögurnar.
Sagnaarfinn.
Ég skil ekki alveg hvað það er í þessum flóttamannasögum norskra glæpamanna, sem flúðu réttvísina; úr einu hálfbyggilegu landi í annað, sem þeim fannst vera svo langt í burtu að það gæti ekki verið að neinn fyndi þá þar; hvað það er í þessum frásögnum sem okkur Íslendingum finnst gefa okkur rétt til að vísa frá fólki sem hugsanlega myndi hafa miklu meiri áhuga á að færa íslenskt samfélag og menningu inn í nútímann. Hvernig flokkum við annars fólk sem kemur inn í landið sem verðugt eða óverðugt? Hver er mælikvarðinn? Hversvegna er íslenskur nauðgari rétthærri en litháenskur? Er ekki bara málið að senda alla glæpamenn úr landi? Og ef enginn vill taka við þeim getum við flutt þá Vestmannaeyinga sem eru ekki glæpamenn bara til landsins (eða út í einhverja aðra eyju ef þeir skyldu endilega vilja vera svona hálfpartinn á floti, nóg er af skerjum í kringum Ísland), og ferjað svo bara alla glæpamenn til Eyja. Þeir gætu þá stofnað nýlendur sín á milli, pólska nýlendan í dalnum og gamlir Íslendingar fá að vera þar sem bærinn stendur.

Ég veit ekki. Eiginlega langaði mig bara að kalla menningararfinn norskar flóttamannabókmenntir.

Engin ummæli:

Rollerblades at night