Á morgun sezt ég í flugvél og held heim á leið. Það verður þó stutt gaman, því ég mun snúa aftur til Íslands á þriðjudag, og eyða hér þremur vikum í yfirlæti foreldra minna. En Ljósvallagatan er svo laungu að baki, að líklega er best að stroka út kirkjugarðinn úr titlinum.
Ég hefst handa við að blogga á ný í síðasta lagi annan dag martsmánaðar. Hugsanlega flækjast hér inn orð og bókstafir þangað til. Og jafnvel myndir með.
Sæl að sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli