15.2.07

Upphaf og endir


Það var eitthvað dálítið fallegt við það að sitja í strætóskýli hérna utan við berklaendurhæfinguna gömlu, undir lok síðustu næturvaktarinnar minnar, og bíða eftir Morgunblaðsbílstjóranum, sem renndi í hlaðið örlítið seinna en vanalega (á meðan ég var dálítið fyrr á ferðinni en yfirleitt), og heyra hann biðjast afsökunnar á því hvað hann væri seinn - hann væri nefnilega að byrja í þessu.

Tók einhver eftir því að þetta var ein setning?

(Ég stal þessari mynd héðan. Hún tengist textanum lítið sem ekkert. Mér þótti bara óviðeigandi að hafa mynd af mér og Ástu undir þessari fyrirsögn.)

Engin ummæli:

Rollerblades at night