Á einhverju tímapunkti datt ég harkalega ofan í sjónvarpsþáttinn um Hetjurnar. Eitthvað plott sem minnir óneitanlega á Exfólkið, fólk sem uppgötvar hálfyfirnáttúrulega hæfileika á hinum ýmsu sviðum, og indverski erfðafræðingurinn sem rekur þetta allt saman og skilur svo vel. Svo er illmennið sem hleypur á eftir öllum verðandi hetjunum og reynir að öðlast hæfileika þeirra með því að drepa þau á ansi hrollvekjandi hátt.
Sumsé, Köngurlóarmaðurinn og Súpermann og Batmann í einum graut: Ofurhetjur. Vel að merkja, ein hetjanna heitir Hiro (enda Japani) sem útleggst hetja upp á enska tungu. Ofurhetjur fyrir fullorðna.
Sumsé, Köngurlóarmaðurinn og Súpermann og Batmann í einum graut: Ofurhetjur. Vel að merkja, ein hetjanna heitir Hiro (enda Japani) sem útleggst hetja upp á enska tungu. Ofurhetjur fyrir fullorðna.
En á einhverjum tímapunkti fóru fram umræður sem breyttu þessari hugmynd um ofurhetjur fyrir fullorðna.
Það fer nefnilega svolítið í taugarnar á mér hvað hetjurnar eru alltaf vanmáttuguar gegn vonda karlinum. Allir þættir virðast enda illa (svo ekki sé talað um að allt hangi á bláþræði í lok hvers þáttar). Þannig hlaupa þær um alla heima og geima og reyna að hitta á aðra sem eru líkar þeim sjálfum, en eru alltaf á flótta undan því illmenninu.
Af þeim þáttum sem ég hef séð virðist boðskapurinn ætla að verða: Hið vonda verður einungis sigrað ef hið góða (hetjurnar) tekur sig saman í andlitinu og vinnur saman að eyðingu hins illa.
Það fer nefnilega svolítið í taugarnar á mér hvað hetjurnar eru alltaf vanmáttuguar gegn vonda karlinum. Allir þættir virðast enda illa (svo ekki sé talað um að allt hangi á bláþræði í lok hvers þáttar). Þannig hlaupa þær um alla heima og geima og reyna að hitta á aðra sem eru líkar þeim sjálfum, en eru alltaf á flótta undan því illmenninu.
Af þeim þáttum sem ég hef séð virðist boðskapurinn ætla að verða: Hið vonda verður einungis sigrað ef hið góða (hetjurnar) tekur sig saman í andlitinu og vinnur saman að eyðingu hins illa.
Ásta kom með það þegar hún sagði: Kærleiksbirnir, stara!
1 ummæli:
Sumsé Kærleiksbirnirnir, X-Men og Miðnæturbörnin?
Skrifa ummæli