19.4.07

„Tölvan segir nei“

Að eiga við danska bjúrókrasíu getur stundum verið ferlega frústrerandi. Þegar reikningur berst fyrir annarra manna notkun á orku, og einu svörin sem orkuveitan gefur minna á svar bankakonunnar í Litla-Bretlandi (the computer says nooo), er erfitt að roðna ekki örlítið af pirringi, þó ekki sé nema á nefbroddinum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha hún er svo fyndin, mig langar að vera hún. Jeij! Nefbroddsroði er samt pirrandi...

Nafnlaus sagði...

úje, leggjum niður msn, email, fax, tölvur, síma... og hvað eina. Hittumst og knúsumst, nándin er stálið! ...
..Torfhildurin þín bíður at my house.
ps. leggjum niður þessi bév.. word verification

Rollerblades at night