9.4.06

Aldrei aftur

„Daníella, við sjáumst...,“ hrópaði sá stutti spozkur á eftir vinkonu sinni, þar sem hann hékk hálfur út um dyr Apóteksins við Austurstræti.
„Já, bæbæ,“ greip faðir stúlkunnar frammí fyrir hinum unga vini dóttur sinnar, og hafði þá þegar dregið hana óþolinmóður langleiðina í áttina að Kaffi París.
„...aldrei!“ lauk félaginn í dyrunum máli sínu hvass.

Dóttirin skríkti af kátínu og endurtók brandarann í sífellu fyrir sjálfa sig og föður sinn, án þess þó að skilja hann til fulls.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður!

hallurth sagði...

nokkuð hress pjakkur bara. annars fannst mér þau dálítið krúttleg saman, þau litlu. þótti pápinn vera að vinna hálfgert spellvirki á einhverju sem hefði kannski geta orðið eitthvað?

spurning hvort ég þurfi að fara að horfa betur í kringum mig sjálfur?

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, býrðu ennþá í Markholti?
Tókuð þið bláu flísarnar af baðherberginu niðri í kjallara? Gljúfrasteinssafnið er nefnilega að leita að svoleiðis flísum. Nóbelskáldið var víst svona smekkmaður.

Halla úr Brekkulandi

Rollerblades at night