11.4.06

Einkabílar og pólitík

Í gær fékk ég að rökræða um gildi almenningssamgangna. Ég sat á Hressingarskálanum og drakk bjór(a) og tókst nánast á loft af umræðum.
Það var almennt álit að fólk væri fylgjandi almenningssamgöngum, en gæti ekki án einkabílsins verið. Það var líka almennt álit að litið væri niður á fólk sem nýtti sér þjónustu strætisvagna á Íslandi.

Það sem var ánægjulegast er að sá einstaklingur innan hópsins sem var hvað mest fylgjandi almenningssamgöngum, er einnig harðastur hægrimaður innan sama hóps.

Engin ummæli:

Rollerblades at night