Aftur hrópaði á eftir mér manneskja. Í þetta sinn var það miðaldra kona með barn og ég heyrði ekki nákvæmlega hvað hún sagði. Það var umferðarniður í Vonarstræti, enda kosningar í ráðhúsinu við enda götunnar.
Konan stóð handan götunnar, dró litla dúðaða stelpu á eftir sér og kallaði til mín og veifaði mér. Ég hikaði en fetaði svo fótsporin til baka og reyndi að sjá hver þetta væri.
Þegar gatan tæmdist örstutta stund á milli okkar heyrði ég hana hrópa spyrjandi: „Er þetta ekki Dagur?“ Ég hristi bara hausinn og brosti eins blíðlega og mér var unnt. Svona eins og til að gefa það til kynna hvað mér þætti miður að hún hefði tekið feil á okkur.
2 ummæli:
það er nú ekki leiðum að líkjast
nei, alls ekki. bara sérkennilegt að ég sé allt í einu svona líkur honum. hef ekki þótt það hingað til.
Skrifa ummæli