25.10.06

Hvar er annars þetta heima?

Flug til Íslands á morgun. Nenni ekki. Langar ekki. Ég sé ekki nema vinnu og skóla framundan í tvær vikur. Það finnst mér of mikið. Og of langur tími. En auðvitað var þetta frábær ferð og ég hlakka óendilega til þeirrar næstu. Samt kem ég semsé ekki til Íslands fyrr en á morgun.
Heim.
Eða, eitt af þeim heimilum sem ég hef gert mér. Hlakka satt að segja til að grafa mér holu sem ég verð í. Eina holu, ekki svona þrjár hálfar holur. Ég á þrjá tannbursta, einn á hverjum stað. Mér finnst það ágætt, en þetta er fullmikið rótleysi í takt við allt hitt. Þannig að þetta vill oft hrynja í hálfgert taktleysi.
En bráðum búinn.

Ég er samt, eftir þessa ferð, orðinn mjög vel að mér í afþreyingarveruleik vinanna sem allir elskuðu í heil tíu ár.

Skrítin færsla.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ertu kominn? ógeðslegt veður úti...brrr...:/ vildi stundum að ég ætti heima á tvemur stöðum..það er einhvern veginn skárra að vera útlendingur þegar það er kalt úti..

Nafnlaus sagði...

hvað er þetta
þú átt heima hjá mér og ekkert bull.... nei djók

Rollerblades at night