22.10.06

Í Kaupmannahöfn...

... eru kvöldin mun appelsínugulari á litinn en í Reykjavík. Annars hafa dagarnir hér verið óskup notalegir og sérlega viðburðarlitlir. Það er líklega helst hægt að segja frá klukkutíma löngu rápi á milli þriggja skilta sem lofuðu því að þar myndu leigubílar stoppa og hleypa manni um borð. Skiltin voru í fimm mínútna fjarlægð hvert frá öðru, lítið um raðir við þau, en það var svo að segja aldrei að leigubílarnir kæmust alla leið að þeim, því ófyrirleitnir Danir húkkuðu þá á horninu örlítið framar. Við enduðum á því að taka næturstrætó heim. Það var líklega bara sparnaður.
Og svo var hann líka appelsínugulur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

koddíkaffi?

Nafnlaus sagði...

Bratislava og Zagreb keppa um titilinn appelsínugula borgin í mínum huga, allar sætustu stelpurnar í appelsínugulum pilsum ...

Rollerblades at night