28.11.06

Laxness

„Ég varð meðal annars bergnuminn af gregóriskum saung sem þartíðkaður franskur skóli benediktsmúnka, kendur við Solesmes, hóf til nýrrar endurvakníngar á síðustu öld. Þegar mér varð á að segja kynviltum vini mínum einum af töfrum þessa múnkasaungs í einum tón, planus cantus, sem ég hafði verið niðursokkinn í frá morni til kvölds í heilt ár og oft vaknað upp á næturnar og farið í kirkju til að missa ekki af óttusaungnum, og bætti við að þessari reynslu væri einna helst líkjanda við að borða saltfisk í alla mata, þannig að maður verður því sólgnari í slíkan fisk sem maður borðar hann oftar og leingur, þá sagði þessi góðkunníngi minn mér til stórrar undrunar: þú hlýtur að vera hómósexúalisti, lýsti síðan hversu hatramleg áhrif það hefði á kynkirtla sína að heyra múnka sýngja saman gregóriskan unisono.“
Úr Skáldatíma

Engin ummæli:

Rollerblades at night