3.12.06

Karlmenn í kvennærfatadeild tískuverslana:

Líða á eftir eiginkonum eða kærustum eins og skuggar eða fylgjur, með hendur í vösum og augun flakkandi á milli gólfs og lofts; þeir eru bara þarna, „konan er að skoða“, og þeir hafa ekkert sérstakt álit: „Jú elskan, þetta er ljómandi snoturt, gullfallegt alveg. Jújú, í alvöru, jú, mér finnst það, virkilega fallegt.“
Ekki beinlínis við hæfi að hafa álit, en þó verða þeir að segja eitthvað.
Mæta öðrum karlmanni og kinka kankvíslega kolli, „Jújú, blessaður,“ og horfa snarlega undan með hendurnar rígbundnar í vasana, eða utan um innkaupapoka úr annarri búð.

Mikið væri gaman að verða vitni að manninum sem stæði við rekka með rauðar kvennærbuxur úr silki og hrópaði fullur aðdáunar yfir búðina: „Heyrðu Stína, sjáðu hér. Ferlega væri ég til í að sjá þig í þessum í kvöld! Þær myndu alveg sýna rassinn á þér í réttu ljósi.“

6 ummæli:

asa sagði...

Kvennmenn í karlnærfatadeild tískuverslanna:
Ha, hvaða stærð á ég að kaupa, móðgast hann ekki ef ég kaupi of lítið?.. hmm...

Vínarsvínið sagði...

Æiii þessi einu jól sem ég vann í Ég og Þú fannst mér kallarnir algjörar dúllur. Þeir voru svooo glórulausir og maður gat bara selt þeim hvað sem var. ,,Finnst þér þetta flott? OK kaupiða!"

Vínarsvínið sagði...

En sko ása ég ráðlagði alltaf köllunum að ef þeir vissu ekki stærðina að kaupa þá minni. Tvímælalaust. Maður vill ekki valda hjónaskilnaði á jólunum: ,,Halldór, ég nota EKKI stærð XXXLLL!!! Þú þekkir mig greinilega ekkert! *Slap*" Fremur diplómatískt starf eiginlega, að vinna í nærfataverslun..

asa sagði...

ahh ég var nú að meina.. að KARLMAÐURINN mógðist ekki, ef maður skildi óvart kaupa of lítið handa honum og millifótakonfektinu hans.;)

Nafnlaus sagði...

hahahaha... "millifótakonfekt"... hahaha... ása, you kill me :) bwahahaha...

Nafnlaus sagði...

Hahahahaha já þú meinar.. þú ert ágæt konfektið mitt :)

Rollerblades at night