- Hey, þetta er Hallur vinur minn.
- Já, ég veit. (Hvíslar) Hann er á Myspace...
30.4.06
Því það er hvorteðer miklu meira töff að vera bara hæfilega nógu mikið loðinn í framan .
Ég er að hugsa um að hætta að raka mig. Það gerist alltaf eitthvað sem mér líkar ekki nógu vel við þegar ég raka mig.
29.4.06
Urrabíttann!
Stundum þarf ekki annað en einn leiðinlegan kúnna, einn andstyggilegan samstarfsmann eða eitt óskemmtilegt tilsvar frá vini eða velgjörðarmanni, til þess að maður skipti algerlega skapi; úr hvítu í svart, björtu í dimmt, góðu í vont og svo framvegis og framvegis. Það þarf bara eitt óheppilegt atvik og maður er kominn í vont skap, strikið í andlitinu sígur niður á við, maður setur upp skeifu, bognar í framan, fer í fýlu, og öll andúðin á lífinu og tilverunni bitnar á aumingjans fólkinu sem kemur úr rigningunni inn í verslanamiðstöðina til þess eins að ylja sér yfir bókum og reyna að nýta sér þessa blessuðu þjóðargjöf hins nýstofnaða bankaveldis, Glitnis. Helvítis fólk.
En já, sumsé, einn dónalegur kúnni í morgunsárið upphóf hjá mér almenna viðurstyggð á mannkyninu í heild, nægilega mikla til þess að allt sem á undan er gengið hverfur í súld og þokumóðu, verður vart greinanlegt við sjóndeildarhring, í mistrinu, nema kannski einstaka góðir atburðir. Þeir eru nánast einstakir þeir atburðir. Tvístakir(?) kannski, eða þrí-... veit ekki alveg? Og samt ekki stakir því þeir tengjast innbyrðis og eru þessvegna í röð, runu.
En matartíminn fór til fjandans í kjölfarið: sundurleitari matartíma hef ég ekki upplifað síðan jólin 2001, þá var brjálað að gera, of fáar hendur sem unnu of mörg verk, fáir einstaklingar í mörgum hlutverkum.
Og helvítis dónakerlingin í morgun á sök á þessu öllu, ég er viss um það.
En já, sumsé, einn dónalegur kúnni í morgunsárið upphóf hjá mér almenna viðurstyggð á mannkyninu í heild, nægilega mikla til þess að allt sem á undan er gengið hverfur í súld og þokumóðu, verður vart greinanlegt við sjóndeildarhring, í mistrinu, nema kannski einstaka góðir atburðir. Þeir eru nánast einstakir þeir atburðir. Tvístakir(?) kannski, eða þrí-... veit ekki alveg? Og samt ekki stakir því þeir tengjast innbyrðis og eru þessvegna í röð, runu.
En matartíminn fór til fjandans í kjölfarið: sundurleitari matartíma hef ég ekki upplifað síðan jólin 2001, þá var brjálað að gera, of fáar hendur sem unnu of mörg verk, fáir einstaklingar í mörgum hlutverkum.
Og helvítis dónakerlingin í morgun á sök á þessu öllu, ég er viss um það.
28.4.06
Umræða og umfjöllun
Já, nei, stjórnmálaumfjöllun á Íslandi er líklega allt annað en yfirborðskennd, innihaldsrýr og tilgerðarleg.
Viktoría er týnd...
...en mamma hennar heldur áfram að standa í dyragættinni og kalla á hana.
Mig langar að skrifa eitthvað um þessa umræðu sem hefur spunnist um sigurljóð Fréttablaðskeppninnar, en ég ætla ekki að gera það. Ekki til að vera kúl (það er kúl að leiða svona umræður hjá sér) heldur af því að það er eiginlega fátt sem hefur ekki verið sagt. Nema það augljósa.
En ég ætla ekki að vera sá sem bendir á það, það er eitthvað svo kjánalegt.
Þeim sem ekki hafa fylgst með (og eru þarafleiðandi að sjálfsögðu ókúl) bendi ég á þetta og þetta og þetta og þetta. Og enga leti, lesið öll komment! Þetta er fjandi áhugaverð umræða.
Umfjöllun þeirra Eiríks og Ásgeirs um keppnina var góð, og ég stend ennþá fastur á því hvert ljóðanna mér fannst best og þar fram eftir götunum.
Mig langar að skrifa eitthvað um þessa umræðu sem hefur spunnist um sigurljóð Fréttablaðskeppninnar, en ég ætla ekki að gera það. Ekki til að vera kúl (það er kúl að leiða svona umræður hjá sér) heldur af því að það er eiginlega fátt sem hefur ekki verið sagt. Nema það augljósa.
En ég ætla ekki að vera sá sem bendir á það, það er eitthvað svo kjánalegt.
Þeim sem ekki hafa fylgst með (og eru þarafleiðandi að sjálfsögðu ókúl) bendi ég á þetta og þetta og þetta og þetta. Og enga leti, lesið öll komment! Þetta er fjandi áhugaverð umræða.
Umfjöllun þeirra Eiríks og Ásgeirs um keppnina var góð, og ég stend ennþá fastur á því hvert ljóðanna mér fannst best og þar fram eftir götunum.
Tjörnum þetta!
Það var dimmisjónglaumur í gangi á Austurvelli áðan. Ég sveigði aðeins framhjá vellinum, aðalega af því að ég nennti ekki að pota mér í gegnum þvöguna, sem var ansi þétt. Þegar ég svo var kominn framfyrir Alþingishúsið ruddist hópur stráka framhjá mér. Þeir voru íklæddir appelsínugulum samfestingum, það stóð eitthvað á bakinu sem ég sá ekki hvað var (enda ekki von til þess), og á milli sín báru þeir sæmilegasta gúmmibjörgunarbát.
„Það er Tjörnin!“ hrópaði einn þeirra og benti foringjalega framhjá dómkirkjunni. „Við tökum þetta á Tjörninni, Tjörnum þetta!“
„Það er Tjörnin!“ hrópaði einn þeirra og benti foringjalega framhjá dómkirkjunni. „Við tökum þetta á Tjörninni, Tjörnum þetta!“
Ómur hversdagsins IX - Baðvatnið
Það hefur verið töluvert um flutninga í húsinu undanfarið. Bæði komnir nýir grannar handan stigagangsins og undir gólfinu mínu. Einhverjir þessara nágranna eiga líka rúm hvers gafl er ekki skorðaður almennilega upp við vegginn.
En áður en grannarnir undir gólfinu fluttu inn hófu þau heilmiklar endurbætur á húsnæðinu sem þau ætluðu að búa í. Þannig að á hverjum morgni hófust hamarshögg og vélsagasurg löngu fyrir þann tíma sem mig langaði til að vakna á. En þetta var víst alltaf á löglegum tíma svo ég má ekki kvarta, skilst mér.
Nema hvað, eitthvað hafa þau tekið pípulagnirnar hjá sér í gegn, og þeirra pípulagnir hljóta eiginlega að tengjast áveitukerfinu í íbúðinni sem ég bý í. Því núna get ég ómögulega farið í sturtu án þess að vatnið sé orðið á við vatn úr goshver, hvað hitastig varðar, áður en ég veit af.
Nema, mér tekst yfirleitt að löðra mig allan í sápu og jafnvel setja sjampó í hárið á mér áður en vatnið rýkur í þetta hitastig.
En áður en grannarnir undir gólfinu fluttu inn hófu þau heilmiklar endurbætur á húsnæðinu sem þau ætluðu að búa í. Þannig að á hverjum morgni hófust hamarshögg og vélsagasurg löngu fyrir þann tíma sem mig langaði til að vakna á. En þetta var víst alltaf á löglegum tíma svo ég má ekki kvarta, skilst mér.
Nema hvað, eitthvað hafa þau tekið pípulagnirnar hjá sér í gegn, og þeirra pípulagnir hljóta eiginlega að tengjast áveitukerfinu í íbúðinni sem ég bý í. Því núna get ég ómögulega farið í sturtu án þess að vatnið sé orðið á við vatn úr goshver, hvað hitastig varðar, áður en ég veit af.
Nema, mér tekst yfirleitt að löðra mig allan í sápu og jafnvel setja sjampó í hárið á mér áður en vatnið rýkur í þetta hitastig.
Þessi Ameríka
Ég hef lengi verið hrifinn af þessu ljóði. Las það fyrst fyrir sjö árum síðan, sem telst nokkuð langt, svona miðað við mig og allt það. En það þýðir samkvæmt almennum reiknisaðferðum að ég hafi verið átján ára þegar ég las það. Unglingur. Barn.
Nema hvað í þessari Afbók er að finna þýðingu þessa manns á því. Það er vel heppnuð þýðing. Mér skilst að til sé önnur eldri sem er ekki jafn góð. Get lítið um það dæmt sjálfur því ég hef ekki lesið hana. Svo er ljóðið til í upplestri Ginsberg sjálfs og þá gjarnan tónlist fleytt undir það. Ýmist Tom Waits eða bara dúndrandi djass.
Til að toppa þetta allt saman lék þessi maður Allen Ginsberg í þessari mynd. Myndin sjálf var eiginlega ekki neitt, ekki góð, ekki vond, en þessi maður er bara kúl. Finnst mér.
Þetta er töff allt saman. Ég er að hlusta á Tom Waits; mig langar að opna flöskuna sem er uppi á hillu.
Nema hvað í þessari Afbók er að finna þýðingu þessa manns á því. Það er vel heppnuð þýðing. Mér skilst að til sé önnur eldri sem er ekki jafn góð. Get lítið um það dæmt sjálfur því ég hef ekki lesið hana. Svo er ljóðið til í upplestri Ginsberg sjálfs og þá gjarnan tónlist fleytt undir það. Ýmist Tom Waits eða bara dúndrandi djass.
Til að toppa þetta allt saman lék þessi maður Allen Ginsberg í þessari mynd. Myndin sjálf var eiginlega ekki neitt, ekki góð, ekki vond, en þessi maður er bara kúl. Finnst mér.
Þetta er töff allt saman. Ég er að hlusta á Tom Waits; mig langar að opna flöskuna sem er uppi á hillu.
27.4.06
Tvífarar
Ég set alltaf samasemmerki á milli Robins Williams, leikara, og Höskuldar Þráinssonar, íslenskuprófessors.
Þetta er eitthvað úr barnæsku.
Þetta er eitthvað úr barnæsku.
Ég skil ekki...
Af hverju er maðurinn í auglýsingunni alltaf að setja ferköntuðu pítsuna sína í uppþvottavélina, og af hverju er hann bara hissa á því að það sé kviknað í uppþvottavélinni, í stað þess að gera eitthvað í því?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...
-
„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“ Eitthvað hálftruflandi við þetta.