31.8.06

Söknuður (stígandi)

Í Kaupmannahöfn liggur ljón á kodda og kúrir. Við kirkjugarð í vesturbæ Reykjavíkur hefur rúmið mitt hinsvegar stækkað um helming og önnur sængin visnar.

30.8.06

Ónei, ekki laukinn!

„Manchester City ákvað í dag að setja varnarmanninn Ben Thatcher í sex leikja bann og sekta hann um sex vikna lauk vegna brotsins hrottalega sem hann framdi...“
- Mbl.is, 30.08.06, 19:12

Haust

Á myrkvuðu bílaplaninu fyrir ofan húsið gat ég rifjað upp stjörnufræðin sem ég innbyrti sem krakki, þá ýmist úr þartilgerðum bókum eða eftir gamalli sveitaspeki sem gekk til mín í munnmælum. Hefði ekki gjólað svona djöfulli kuldalega í nótt, hefði ég líklega látið það eftir mér að leggjast á bakið til að telja stjörnurnar á dimmblárri festingunni. Eftir helgi byrjar svo skólinn.

Misheyrnir

„Hörkutólið og bakarameistarinn Wesley Snipes er mættur í...“

28.8.06

Hálfviti

Ég vil ekki vera eitthvað óþarflega hlutdrægur, en er Gaupi í alvöru að fylgjast með leiknum sem hann er að lýsa?!

27.8.06

Samheldnar flugur

Þegar ég var lítill var ég í einhverjum hasarleik með frænku minni og frænda. Á einhverjum tímapunkti áttuðum við okkur á því að við höfðum verið að hoppa og leika okkur, traðka og setjast ofan á hunangsflugu töluvert lengi. Skræfan ég fór eitthvað að ímynda mér að kannski hefði hún „kallað á vinkonur sínar“ í dauðahryglunum, og áður en við næðum að hlaupa í næsta hús mættum við eiga von á býflugnasvermi eins og maður hafði séð í teiknimyndum. Ég hef lengi hlegið að þessari ímyndunarveiki í mér.
Núna er ég hinsvegar að lesa það að þetta gera vespur (geitungar) einmitt. Geitungur sem verið er að kremja sendir út einhverskonar ýlfur sem kallar til alla nálægar vespur. Ég geri reyndar ráð fyrir því að þær þurfi að vera sömu tegundar, en þar sem aðeins fjórar tegundir geitunga lifa á Íslandi (trjágeitungur eða Norwegian wasp (dolichovespula norwegica); holugeitungur eða common wasp (paravespula vulgaris); húsgeitungur eða german yellowjacket (paravespula germanica); og roðageitungur eða red wasp (paravespula rufa)) þá held ég að það ætti ekki að þurfa að bíða lengi eftir því.

Nánari upplýsingar um þessi djöfulsins kvikindi er að finna hér, hér, hér, hér, hér og hér. Skemmtið ykkur vel.

Og víst er hún reikistjarna!

Ég heyrði það í fréttum einhversstaðar í kvöld að amerískir stjörnufræðingar væru ekki á því að hætta að kalla Plútó reikistjörnu. Ástæðan ku vera að Plútó var eina reikistjarnan sem Bandaríkjamaður fann.

26.8.06

Gullkústurinn eftirsótti

Þeim tókst í alvöru að gera bíómynd um körling.

Ég vildi að ég væri Slúbbert

Í sjónvarpinu ákváðu illmennin og andstæðingar kærleiksbjarnanna, að fá sér blund að loknu drjúgu dagsverki. Mig langar líka að fá mér blund.

Kaldhæðni

„I mean, this could be fatal, this... this could be death!“ sagði maðurinn í bíómyndinni áður en hann fékk sér sopa af Pepsí.

Simpsons

Come on. Let's go to that store before the next commercial makes me do something else.

Dauðalendur: Heim í heiðardalinn

Í sjónvarpinu er rauðhærð kona að kyssa eineygðan mann sem hún kallar elskhuga.

Ætti ég að fá mér lepp?

Hetjur

Þessir menn eru sannir snillingar! Það ætti ekki að sækja þá til saka, það ætti að verðlauna þá fyrir athæfið. Gefa þeim glæný skóhorn eða eitthvað.

25.8.06

Svo sætur

Allar flugur sem verða á vegi mínum þessi dægrin ráðast að mér og gera sig líklegar til að éta mig. Ég er nánast viss um að ég hafi rétt húsráð við þessu á bakvið eyrað, mömmu til ómældrar gleði.

Léttmeti og augnkonfekt

Í kvöld tilkynnti fulltrúi frá Morgunblaðinu glaðhlakkalegur í dægurmálaþættinum Ísland í dag að blaðið ætlaði að létta á textanum á blaðsíðum þess. Hans orð voru einhvernveginn á þá leið að hann vildi auka vægi grafíkur og fjölga myndefni í blaðinu. Taka efni sem birtist í sérblöðum og færa það inn á síður blaðsins og fækka þesslags greinum.
Tilætlan þessi er, samkvæmt honum, hugsuð til að halda blaðinu í tísku, að festa það aftur í sessi sem ein helsta upplýsingamiðja íslensks þjóðfélags. Þetta ku vera vilji lesenda blaðsins, og vilji þjóðarinnar allrar.

23.8.06

Frí!

Ég er loksins kominn í frí, er heilbrigður og ekki á leiðinni í neinskonar próf eða neitt sem þarfnast einhvers almenns undirbúnings.

Annaðkvöld byrja ég svo að vinna aftur.

21.8.06

„Frábærir þættir sem rapparinn P Diddy framleiðir“

Nei. Nei, það getur bara ekki verið. Er ekki séns. Ég trúi því ekki. Ekkert sem „rapparinn“ P Diddy framleiðir getur mögulega verið frábært. Annarhvor hluti þessarar fullyrðingar hlýtur því bara að vera lygi. Það er bara ekki flóknara en það. Þetta er bara svona staðreynd, gangur lífsins, vísindalega sannað: P Diddy gerir ekki góða hluti.
Neibb.

Framsýni

Það er eiginlega frekar slæmt að ég skuli vera meira með hugann við komandi skólaár en prófið sem ég þarf að taka á hinndaginn.

20.8.06

Þegar kviknar á peru

Ég þurfti ekki að hlusta nema tvisvar á diskinn La revancha del tango, alveg í gegn, til að átta mig á hvað nafnið Gotan Project stendur fyrir.

Hundrað ára bergmál

Einhvernveginn svona mætti ímynda sér að auðvelt væri að ýta undir gyðingahatur á nýjan leik. Ég veit um gyðinga sem styðja Palestínumenn (og Líbani) í sinni baráttu.

16.8.06

Eftirfarandi hlutir eru mér nú ljósir:

  • Það er asnalegt að vera veikur án sýnilegrar ástæðu. Hiti og beinverkir eru einhvernveginn ekki nóg, það þarf að fylgja hálsbólga, uppköst eða niðurgangur svo þetta virki alvöru.
  • Mér leiðast veikindi mest í heimi. Það er ekki endilega að ég þjáist, það er miklu frekar að ég nenni ekki að liggja bara og gera ekki neitt þegar ég á að liggja bara og gera ekki neitt.
  • Veikindi virðast bara leggjast á mig þegar ég er í fríi, og sérstaklega þegar ég hef unnið frá mér allt vit mánuðinn á undan.
  • Mikilvægi þess að hafa einhvern að hugsa um sig. Þegar maður er lasinn er fyrir öllu að einhver nenni að hjúkra manni. Skiptir hinsvegar ekki svo miklu máli hversu mikið eða lítið lasinn maður er.
  • Ég er orðinn ansi svangur. En má ekki fara út að ná mér í mat. Guði sé lof fyrir Ljónið mitt.

Innlit hjá Þorsteini

Það sem ég sé mest eftir við að hafa ekki hafið nám við Háskóla Íslands strax að loknu stúdentsprófi er að hafa misst af því tækifæri að sitja kúrsa sem Þorsteinn Gylfason kenndi.

Í dag er liðið eitt ár frá því að hann lést.

Stigmata

Það er svart strik á hægri hlið andlitsins á mér. Það er stutt, liggur frá eyranu, í hæð við augað og í átt að því. Það birtist reglulega og hverfur svo aftur eftir skamma viðveru. Ástæðan fyrir þessu marki er sú að ef ég ætla að liggja útaf og horfa á sjónvarpið þá verð ég að liggja á þessari hægri hlið.
Og gleraugun skilja eftir sitt merki.

15.8.06

„...en, eh, sagan er þessi!“

Ómar Ragnarsson talar svo hratt og mikið að hann fer rosalega auðveldlega út af sporinu. Og hann fer langt út af því.

Guð er...

Ef ferðir í kvikmyndahús koma í stað messuferða, hlýtur sjónvarpið að taka yfir hlutverk bænarinnar.

14.8.06

Dýralífsmyndir á RÚV

„The explosive clash of the horns unleashes a distant, far more powerful force: Gravity.“

Dr. Nick

„That's what we look like inside!? It's disgusting. Wow, that lady swallowed a baby!“

Pornographie féministe

Heyrði umræðu um feminískt klám út undan mér um daginn. Varð svolítið forvitinn um muninn á feminísku klámi og öðru. Annað þá væntanlega það sem flokkaðist undir venjulegt. Ef einhver hefur sérfræðiþekkingu á þessu má endilega benda mér á hvar ég get nálgast feminískt klám.
Það yrði auðvitað bara skoðað til samanburðar, allt í rannsóknarskyni.

13.8.06

12.8.06

Peninga-fokking-plokk; eða Deyðu! nýfrjálshyggja

Það fer talsvert í taugarnar á mér þegar gjalddagar skuldanna minna eru hafðir í lok mánaðar, og eindagarnir færðir fram yfir mánaðarmót. Það á andskotakornið enginn peninga til að borga skuldir í lok mánaðar; eðli málsins samkvæmt greiðir maður upp skuldirnar sínar um mánaðarmót þegar launagreiðslur fara almennt fram. Væri kannski öðruvísi háttað ef maður fengi greitt vikulega eins og tíðkasti í gamla, gamla daga (fyrir mína tíð semsagt).
Þetta væri í raun hin fullkomna ástæða til að skipta um þjónustuaðila, ef ekki væri fyrir þá sorglegu staðreynd að fyrirtækin sem gera þetta eru ýmist ein um einhverja ákveðna þjónustu, eða að maður hefur (nýlega) bundið viðskipti sín við þetta fyrirtæki til einhvers ákveðins tíma.
Ég fyrirlít græðgi.

En er svosum gráðugur sjálfur...

Á Sólon...

... getur fólk sitið á neðri hæðinni. Að minnsta kosti fullyrðir skemmtanastjóri staðarins það.

Veðurspá fyrir botni Miðjarðarhafs

„Náist samkomulag um vopnahlé með milligöngu Kofi Annans, yfirmanns Sameinuðu þjóðanna, eða samkomulag á milli Ísraela og Líbana þá mun andspyrnuhreyfingin viðra það.“
mbl.is, 12.8.06, 15:03

Eftirlíkingar II: Þykjustu ég

Það er í tízku að þykjast einhver annar en maður er, að eiga sér alteregó. Hefur raunar lengi verið í tízku. Svo eru sumir sem þykjast vera einhverjir aðrir en þeir eru, þykjast vera einhverjir sem eru annars til. Svona eins og þegar maður gerði símaöt í gamla daga og þóttist vera vinsælasti strákurinn í skólanum eða eitthvað álíka.
Ég held hinsvegar að málið núna sé að fara að þykjast vera að þykjast vera maður sjálfur?

10.8.06

Sódóma Ryekjavík

Í hillu á bókasafni fann ég bókina Sódóma-Gómorra eftir Úlfar Þormóðsson. Ljósblá með hvítum stöfum. Engin kápa, ekki lengur. Bókin byrjar glæsilega:

Sódóma-Gómorra
Lygisaga með tilbrigðum
Helgafell
Ryekjavík MCMLXVI
Stafsetningarvillan er ekki mín, en ég held að árið útleggist 1966.
Ég hlakka til að lesa hana.

Vandlæti?

„Hin frábæra ævintýra og hasarmynd V for vandetta er kominn út...“

9.8.06

Óreiða og skipulagsleysi

Ég hef oft rekið mig á það að ég virðist fá hugmyndir í öfugri röð.

Af kynlífi

„Hvað er að kunna? Maður gerir bara það sem manni finnst gott.“

Að geta ekki tapað

Þáþráin í hámarki. Ég vil þessa þætti í endursýningu. Og svo auðvitað Frasier aftur.

Eftirlíkingar I: Sýndarviðvera

Það er einn á línunni. Hann vinnur líka næturvaktir. Hinir áttatíuogtveir eru farnir að sofa. Hvar hitti ég eiginlega allt þetta fólk?

Mát

„Skákþraut er ósvikin stærðfræði, en hún er einhvern veginn ekki merkileg stærðfræði. Hversu snjöll og margslunginn sem hún kann að vera, hversu frumlegir og óvæntir sem leikirnir eru, vantar alltaf herslumuninn. Skákþrautir eru lítilvægar. Bezta stærðfræði er alvarleg, auk þess sem hún er falleg. Menn mega kalla hana „mikilvæga“, en það er ákaflega margrætt orð, og „alvara“ lýsir henni miklu betur.“
Godfrey Harold Hardy, Málsvörn Stærfræðingsins

KFC: Hvað er þitt uppáhald?

„Ég verð að fá Zinger borgara. Í hádeginu á sunnudögum.“

Skilningur á mannlegu eðli

Svona rannsóknir eiga aldeilis eftir að setja mark sitt á framtíðina. Gott að kanna það sem skiptir öllu máli.

Hitt og Þetta

„Hitt er muuun betra en Þetta.“

8.8.06

Af framliðnum

Hugsanlega sá ég draug núna rétt í þessu. Hann var á bókasafninu. Mig grunar samt að þetta hafi verið árrisull sjúklingur, eða hjúkka sem vantaði lesefni.

Að líta upp til einhvers

Hann Emil hefur fundið sér nýja fyrirmynd í lífinu.

4.8.06

Að sumri liðnu

Það er svo dimmt úti núna að maður verður næstum því myrkfælinn! Allavega á þann hátt að mann langar ekki í myrkrið. En þeir kalla þetta haust, heimamenn. Og þó er ágúst varla hafinn.

Rollerblades at night