Þau fengu allavega Pál Benediktsson, fréttaþul, til að bera orðið pissa skýrt og greinilega fram í beinn útsendingu. Reyndar mun skýrar en hin orðin í fréttinni; þannig gerði hann fólki ljóst þá andúð sem hann hafði á þessu athæfi á bakvið hlutleysislega orðaða fréttina.
Sjálfur hef ég engar áherslur sem ég get falið mína skoðun á bakvið, svo ég ætla bara að setja fram nokkra hlekki og leyfa svo fólki bara að gera mér upp þá skoðun sem því sýnist. Ég andmæli svo bara ef ég rekst á það einhverntímann.
1.
- 1.1
- 1.2
- 1.4
- 1.5
- 1.6
2.
- 2.1
- 2.2
- 2.3
- 2.4
31.10.06
30.10.06
Sex (stundin er runnin upp)
Eina örstutta mínútu varð ég skyndilega var við sjálfan mig og sá það sem hefur átt sér stað undanfarið frá sjónarhorni ímyndaðs þriðja aðila. Og allt í einu varð þetta allt bara óskup skiljanlegt, féll í samhengi.
Og þá er þetta bara svo fallegt.
Og þá er þetta bara svo fallegt.
Mýrin
Auðvitað er þetta alveg fín mynd. Gæsahúð yfir tónlist og svona, búið að stela hugmyndinni minni um að byggja mynd á þessu blessaða lagi; Sofðu unga ástin mín er bara dramatískasta barnaþula íslenskunnar, þrátt fyrir að Sigur Rós hafi sönglað Bíum Bíum upp á nýtt, með öllum sínum drunga og allri sinni dramatík.
„Hún er nú þegar orðin tekjuhæsta íslenska myndin,“ hvíslaði pabbi að mér þegar við fylgdum þvögunni inn í salinn. Það er ekki furða. Þetta er bara byggt á svoleiðis bók, þetta gat ekki farið úrskeiðis. Svolítið eins og Englar alheimsins. Fólkið í salnum bar þess líka greinileg merki. Meðalaldur þess var örugglega um fjörutíuogfimm til fimmtíu ár. Og eftir sýninguna sagði konan fyrir aftan mig: „Mér fannst hún minna mig á Óðal feðranna. Það er líka náttúrulega eina almennilega myndin eftir þann mann.“ Ég held að ég skilji hvað hún var að fara, en mikið ofsalega var það grunnhygginn dómur. Svolítið eins og að bera saman Intimacy og Debbie Does Dallas. Ætti maður kannski bara að gera það? Flokka myndir eftir útlitinu? Og fólk líka?
Myndin hans Baltmáks er hinsvegar ofboðslega íslensk, grá og veðurbarin. Sem er alveg fallegt, finnst mér. Og leikararnir standa sig líka prýðilega. Ég er reyndar orðinn hálf þreyttur á þeim mikla karakter Ingvari E. Sigurðssyni, en hann er fantaleikari samt. Gaman að sjá að íslenskir leikarar eru svona hægt og bítandi að komast í það að leika - þetta snýst ekki lengur bara um það að TALA SKÝRT OG GREINILEGA. Ef þið fattið.
En hverjum datt samt eiginlega í hug að kvikmynda skandinavíska, sósjalrealíska leynilögreglusögu. Ég hef reyndar séð sænska svoleiðis, byggða á bók eftir Henning Mankell. Eða Hennkell Manning, eins og mér tókst að kalla hann í ógáti. Fyrri hluti Mýrinnar líður líka fyrir það að vera byggð á einni slíkri. Allar þessar þunglyndu leynilöggur strunsandi fram og til baka, keyrandi Reykjanesbrautina eins og þær geti ekki ákveðið sig hvort þær eigi að flýja land eða ekki, og allskonar fólk að dunda sér við að fylla upp í skjáinn.
Eftir hlé er þetta samt fínt. Kemur smá hasar, brotin mynda heild, heimurinn tekur á sig mynd - verði ljós. Eða þannig.
Æ, mér finnst hún alveg fín bara.
„Hún er nú þegar orðin tekjuhæsta íslenska myndin,“ hvíslaði pabbi að mér þegar við fylgdum þvögunni inn í salinn. Það er ekki furða. Þetta er bara byggt á svoleiðis bók, þetta gat ekki farið úrskeiðis. Svolítið eins og Englar alheimsins. Fólkið í salnum bar þess líka greinileg merki. Meðalaldur þess var örugglega um fjörutíuogfimm til fimmtíu ár. Og eftir sýninguna sagði konan fyrir aftan mig: „Mér fannst hún minna mig á Óðal feðranna. Það er líka náttúrulega eina almennilega myndin eftir þann mann.“ Ég held að ég skilji hvað hún var að fara, en mikið ofsalega var það grunnhygginn dómur. Svolítið eins og að bera saman Intimacy og Debbie Does Dallas. Ætti maður kannski bara að gera það? Flokka myndir eftir útlitinu? Og fólk líka?
Myndin hans Baltmáks er hinsvegar ofboðslega íslensk, grá og veðurbarin. Sem er alveg fallegt, finnst mér. Og leikararnir standa sig líka prýðilega. Ég er reyndar orðinn hálf þreyttur á þeim mikla karakter Ingvari E. Sigurðssyni, en hann er fantaleikari samt. Gaman að sjá að íslenskir leikarar eru svona hægt og bítandi að komast í það að leika - þetta snýst ekki lengur bara um það að TALA SKÝRT OG GREINILEGA. Ef þið fattið.
En hverjum datt samt eiginlega í hug að kvikmynda skandinavíska, sósjalrealíska leynilögreglusögu. Ég hef reyndar séð sænska svoleiðis, byggða á bók eftir Henning Mankell. Eða Hennkell Manning, eins og mér tókst að kalla hann í ógáti. Fyrri hluti Mýrinnar líður líka fyrir það að vera byggð á einni slíkri. Allar þessar þunglyndu leynilöggur strunsandi fram og til baka, keyrandi Reykjanesbrautina eins og þær geti ekki ákveðið sig hvort þær eigi að flýja land eða ekki, og allskonar fólk að dunda sér við að fylla upp í skjáinn.
Eftir hlé er þetta samt fínt. Kemur smá hasar, brotin mynda heild, heimurinn tekur á sig mynd - verði ljós. Eða þannig.
Æ, mér finnst hún alveg fín bara.
29.10.06
Beiðni
Ef einhver er tilbúinn til að gefa mér eins og hálfa milljón þá lofa ég að yfirgefa landið og skrifa bók um þennan bakhjarl. Það yrði skáldsaga, en ég skal nota nafn viðkomandi og koma því til skila að hann hafi kostað þessa bók. Bara gefa mér peninga!
28.10.06
Framtíðarsýn (svo spakur í morgunsárið)
Þegar Guð verður endanlega jarðsettur munu heimspekingar og sálfræðingar sjá um sunnudagsmessurnar. Líklega ekki nema hundrað ár í það allt saman.
Loðmyndir
Af hverju er Sigmundur Ernir annars ekki kominn með alskegg? Allir hinir á Stöð2 virðast komnir með svoleiðis. Dulítið inn í dag.
Nú er nótt, mér leiðist
27.10.06
Það kemur að því
Það er hálf niðurdrepandi að keyra niður Eiríksgötuna þegar þú hefur flutt heimilisfangið þitt sem nemur eins og rúmu Atlantshafi. En bráðum flyt ég líka.
Hvernig er það annars, er byggilegt á þessu landi?
Hvernig er það annars, er byggilegt á þessu landi?
Auglýsingahlé
Nú heimta ég að allir sem hafa ekki gert það nú þegar, rísi upp af eigin feita rassi, hunskist út í næstu plötubúð og kaupi plötuna hennar Lovísu. Ekki bara það að tónlistin sé stórfengleg, þá er plötuumslagið ótrúlega töff! Allt topp við þessa plötu.
„Couldn't get a grip on what it could be,
but all I want is you here with me.“
„Couldn't get a grip on what it could be,
but all I want is you here with me.“
Hálf fimm
Og viti menn! Nú er einhver eitursnjalli spekingurinn að fara að halda fyrirlestur um það að leynilöggusögurnar hans Arnaldar lýsi ekki veruleika íslenskra undirheima! Hvurslags dæmalausa helvítis röfl er þetta? Á ekki bara að ganga á röðina og svipta hulunni af öllu hérna? Þurfum við sauðsvarti almúginn í alvöru að fara að láta það yfir okkur ganga að í hinni mjólkurhvítu borg Reykjavík séu framin illvirki, að eiturlyfjafíklar séu ekki slæmt fólk, eða gott fólk sem hefur lent í slæmum félagsskap, og að nauðganir séu ekki eitthvað sem gerist bara á útihátíðum?
Svo má kannski reyna að útskýra fyrir okkur hvernig launamunur á milli kynja og stétta er svo bara til eftir allt saman, hvernig mennta- og heilbrigðiskerfið er í molum og hvernig heimurinn er, þrátt fyrir allt, ekki bjartur og fallegur staður. Þó hann sé ekkert endalaust svartnætti heldur. Að það sé ekki til Gott og Illt eins og við lásum það í Fimmbókunum, og lífið og tilveran séu ekki skrifuð má bakvið eyrað á manninum fyrir framan þig.
Guð er dauður! Eða var það kannski bara Drottinn sem drapst?
Hvernig í djöflanum eigum við eiginlega að fara að því að takast á við þetta?
(Biturð. Mig langar til Vínar. Mig langar til Vínar. Mig langar til Vínar. Og svo, eftir viku, langar mig til Kaupmannahafnar.)
Svo má kannski reyna að útskýra fyrir okkur hvernig launamunur á milli kynja og stétta er svo bara til eftir allt saman, hvernig mennta- og heilbrigðiskerfið er í molum og hvernig heimurinn er, þrátt fyrir allt, ekki bjartur og fallegur staður. Þó hann sé ekkert endalaust svartnætti heldur. Að það sé ekki til Gott og Illt eins og við lásum það í Fimmbókunum, og lífið og tilveran séu ekki skrifuð má bakvið eyrað á manninum fyrir framan þig.
Guð er dauður! Eða var það kannski bara Drottinn sem drapst?
Hvernig í djöflanum eigum við eiginlega að fara að því að takast á við þetta?
(Biturð. Mig langar til Vínar. Mig langar til Vínar. Mig langar til Vínar. Og svo, eftir viku, langar mig til Kaupmannahafnar.)
26.10.06
Þrumukettir, hó!
Diplómati á vegum íslenska ríkisins benti mér á þetta hér, og ég græt næstum ennþá af súrsætri fortíðarþrá. Þættir eins og Transformers, Centurions, og að sjálfsögðu He-man gerðu mann náttúrulega að því sem maður er í dag.
Reyndar laumaðist ég stundum í að horfa á Gúmmíbangsana líka... (Gummi bears, bouncing here and there and everywhere!).
Reyndar laumaðist ég stundum í að horfa á Gúmmíbangsana líka... (Gummi bears, bouncing here and there and everywhere!).
25.10.06
Hvar er annars þetta heima?
Flug til Íslands á morgun. Nenni ekki. Langar ekki. Ég sé ekki nema vinnu og skóla framundan í tvær vikur. Það finnst mér of mikið. Og of langur tími. En auðvitað var þetta frábær ferð og ég hlakka óendilega til þeirrar næstu. Samt kem ég semsé ekki til Íslands fyrr en á morgun.
Heim.
Eða, eitt af þeim heimilum sem ég hef gert mér. Hlakka satt að segja til að grafa mér holu sem ég verð í. Eina holu, ekki svona þrjár hálfar holur. Ég á þrjá tannbursta, einn á hverjum stað. Mér finnst það ágætt, en þetta er fullmikið rótleysi í takt við allt hitt. Þannig að þetta vill oft hrynja í hálfgert taktleysi.
En bráðum búinn.
Ég er samt, eftir þessa ferð, orðinn mjög vel að mér í afþreyingarveruleik vinanna sem allir elskuðu í heil tíu ár.
Skrítin færsla.
Heim.
Eða, eitt af þeim heimilum sem ég hef gert mér. Hlakka satt að segja til að grafa mér holu sem ég verð í. Eina holu, ekki svona þrjár hálfar holur. Ég á þrjá tannbursta, einn á hverjum stað. Mér finnst það ágætt, en þetta er fullmikið rótleysi í takt við allt hitt. Þannig að þetta vill oft hrynja í hálfgert taktleysi.
En bráðum búinn.
Ég er samt, eftir þessa ferð, orðinn mjög vel að mér í afþreyingarveruleik vinanna sem allir elskuðu í heil tíu ár.
Skrítin færsla.
22.10.06
Í Kaupmannahöfn...
... eru kvöldin mun appelsínugulari á litinn en í Reykjavík. Annars hafa dagarnir hér verið óskup notalegir og sérlega viðburðarlitlir. Það er líklega helst hægt að segja frá klukkutíma löngu rápi á milli þriggja skilta sem lofuðu því að þar myndu leigubílar stoppa og hleypa manni um borð. Skiltin voru í fimm mínútna fjarlægð hvert frá öðru, lítið um raðir við þau, en það var svo að segja aldrei að leigubílarnir kæmust alla leið að þeim, því ófyrirleitnir Danir húkkuðu þá á horninu örlítið framar. Við enduðum á því að taka næturstrætó heim. Það var líklega bara sparnaður.
Og svo var hann líka appelsínugulur.
Og svo var hann líka appelsínugulur.
20.10.06
Litlu hlutirnir
Afganska afgreiðslustráknum í SevenEleven fannst sérlega gaman að hitta fulla íslenska kærustuparið sem var að hrúgast heim af djassbarnum þegar sólarhringurinn var mun nær morgni en miðnætti. Ekki skemmdi fyrir að litla systir þess afganska hét líka Ásta.
15.10.06
Litla Ísland
Ármann Jakobsson hefur líklega setið í leið 15 þegar þetta gerðist því ég lenti í nákvæmlega sömu aðstæðum um daginn. Nema ég hélt allan tímann að símann ætti strákurinn sem sat hinum megin við ganginn með risastór heyrnartól á hausnum. Þegar ég var svo á leið útúr vagninum hringdi síminn aftur, þá var strákurinn fyrir framan mig og búinn að taka tólin af hausnum, og ég heyrði að hringingin kom úr öftustu röð.
Á tölvuöld
Það var dálítið skemmtilegt að horfa upp á rauðan Skoda Tipo bruna upp Ártúnsbrekkuna með einn svona í togi.
12.10.06
Svefnvana
Einhversstaðar á miðri leið hætti nóttin við, greiddi úr skýjunum og lýsti upp himininn með stjörnum og hálfu tungli.
11.10.06
Tillaga
Það er ekki beinlínis að ég sé eitthvað tapsár, en eftir frammistöðu pólska dómarans í landsleik Íslendinga og Svía, legg ég til að allir Pólverjar sem eru búsettir á Íslandi verðir reknir aftur til síns heima. Þeir geta svo bara átt það við þennan ágæta dómara.
„Nú munu tólin mín eyðileggja borgina!“
Það er alls ekki auðvelt að vera svo innlimaður í hið frjálslynda samfélag að maður geti ekki einu sinni horft á barnamyndir án þess að setja stórt spurningarmerki við svona setningar. Eru samt ekki til betri þýðingar á orðinu machines?
Veðrið klukkan sex
Í morgunsárið verður maður sérstaklega meðvitaður um umhverfið. Um veðrið. Að vera staddur utandyra um sexleytið er í raun ólýsanleg tilfinning. Alveg sama hvar í sólarhringnum gripið er niður, hvergi verður maður eins mikill þátttakandi í umhverfinu og um klukkan sex að morgni til.
Tímaritið Smáralind
Rétt áðan rak ég augun í Smáralind, tímarit. Mér skilst að það sé til svipað Tigerblað. Þar eru auglýsingar dulbúnar sem viðtöl og fréttir. Ætli það sé ekki hægt að kalla þetta advertainment (sbr. infotainment og edutainment). Íslenskar þýðingar óskast. Það er aldeilis að við erum orðin ónæm fyrir auglýsingum.
„Mesti hávaði sem kemur fæstum upplýsingum áleiðis“
10.10.06
Jukkurnar á Hlemmi
Hverjum datt það eiginlega upphaflega í hug að troða þessum pálmajukkum í glerbúrin á strætóhúsinu á Hlemmtorgi? Hvurn fjandann á þetta eiginlega að þýða? Er þetta táknrænt fyrir einhverskonar vin í stórborgareyðimörkinni? Eða eiga þessar steindauðu pálmajukkur að standa fyrir frumskóginn sem stórborgin (með öllum sínum heterótópísku svæðum eins og Hlemmi) er?
Væri ekki bara nær að henda alvöru gróðri þarna inn, og skella kannski dansandi öpum eða litríkum páfagaukum með? Þá myndi þetta allavega hreyfast...
Væri ekki bara nær að henda alvöru gróðri þarna inn, og skella kannski dansandi öpum eða litríkum páfagaukum með? Þá myndi þetta allavega hreyfast...
9.10.06
Það sem koma skal?
Það er alltaf oftar og oftar sem ég tek eftir rauðhærðum fegurðardísum að kyssa karlmenn í sjónvarpinu. Og oftar en ekki hafa karlmennirnir eitthvað sem ég tengi samstundis við sjálfan mig: Einn vildi vera rithöfundur, annar átti hatt og sá þriðji spilaði á bassa.
En svo var það náttúrulega þessi með leppinn.
En svo var það náttúrulega þessi með leppinn.
Sálufélag og sitthvað fleira
Þegar ég var lítill var voðalega vinsælt að trúa á sálufélaga. Allskonar amerískar hugmyndir um eina manneskju sem maður þurfti að finna í heiminum, og hún væri sú rétta fyrir mann. (Barnsleg rómantík í anda níunda áratugarins; endurmat hugsjóna hippatímabilsins).
Þegar ég varð örlítið eldri var það hinsvegar vinsælt að trúa ekki á sálufélaga. Að maður ætti ekki að vera að leita að þessari einu sönnu ást: hún væri ekki til og þessvegna myndi maður bara missa af lífinu og ástinni almennt ef maður væri alltaf að bíða hennar. (Hér hafði níhílík aldamótakynslóðarinnar tekið yfir, Vinir og Seinfeld sögðu manni hvernig skyldi lifa í leikjum og brjóta reglurnar með því að setja þær á annað borð.)
Hugmyndafræðin breyttist með þriðju tölu ártalsins. Menn urðu svartsýnni, og þunglyndi jókst. Guð gaf nánast endanlega upp öndina og stríð eftir stríð höfðu líklega hrakið fólk út í horn í hugsjónastarfsemi sinni. Eiturlyf og skemmtanafíkn voru eina leiðin útúr rútínu hversdagsins. Eftir áratuga öfluga notkun voru menn svo bara uppgefnir.
(Ég geri mér grein fyrir því að stundum er það skelfilegt hve félagslegt uppeldi mitt var í höndum stelpna. Yfirleitt ekki, ég held að ég hafi komið nokkuð vel út.)
Í dag veit ég ekkert hvað ég á að halda um þetta sálufélag. Undanfarið hef ég samt hallast svolítið í nýrómantík og síttaðaftan hugsjónir. Svo á ég líka hundrað krónur danskar.
(Aldrei að vita nema ég veiti verðlaun þeim sem túlkar þessa vitleysu skemmtilegast.)
Þegar ég varð örlítið eldri var það hinsvegar vinsælt að trúa ekki á sálufélaga. Að maður ætti ekki að vera að leita að þessari einu sönnu ást: hún væri ekki til og þessvegna myndi maður bara missa af lífinu og ástinni almennt ef maður væri alltaf að bíða hennar. (Hér hafði níhílík aldamótakynslóðarinnar tekið yfir, Vinir og Seinfeld sögðu manni hvernig skyldi lifa í leikjum og brjóta reglurnar með því að setja þær á annað borð.)
Hugmyndafræðin breyttist með þriðju tölu ártalsins. Menn urðu svartsýnni, og þunglyndi jókst. Guð gaf nánast endanlega upp öndina og stríð eftir stríð höfðu líklega hrakið fólk út í horn í hugsjónastarfsemi sinni. Eiturlyf og skemmtanafíkn voru eina leiðin útúr rútínu hversdagsins. Eftir áratuga öfluga notkun voru menn svo bara uppgefnir.
(Ég geri mér grein fyrir því að stundum er það skelfilegt hve félagslegt uppeldi mitt var í höndum stelpna. Yfirleitt ekki, ég held að ég hafi komið nokkuð vel út.)
Í dag veit ég ekkert hvað ég á að halda um þetta sálufélag. Undanfarið hef ég samt hallast svolítið í nýrómantík og síttaðaftan hugsjónir. Svo á ég líka hundrað krónur danskar.
(Aldrei að vita nema ég veiti verðlaun þeim sem túlkar þessa vitleysu skemmtilegast.)
8.10.06
Kárahnjúkar: verklok í augsýn
„Ég tel að máttleysi íslenskra fjölmiðla verði í minnum haft...“
- Ómar Ragnarsson í Kompási á NFS
7.10.06
Sagði sú stutta:
- Ert þú að fara að vinna í nótt?
- Já.
- En þú mátt það ekki - þá koma bófarnir og stjela þér!
- Nei, ég er einmitt að passa að bófarnir steli ekki neinu. Það er það sem ég geri í vinnunni.
- (Hugsar sig örlítið um) Ég veit hvað þú gerir.
- Hvað geri ég?
- Ég skal lána þér sverðið mitt. Ég á svona sjóræningasverð. Þá geturðu barið alla bófana sem ætla að stjela þér með því.
- Já.
- En þú mátt það ekki - þá koma bófarnir og stjela þér!
- Nei, ég er einmitt að passa að bófarnir steli ekki neinu. Það er það sem ég geri í vinnunni.
- (Hugsar sig örlítið um) Ég veit hvað þú gerir.
- Hvað geri ég?
- Ég skal lána þér sverðið mitt. Ég á svona sjóræningasverð. Þá geturðu barið alla bófana sem ætla að stjela þér með því.
4.10.06
Enn í Kaupmannahöfn
Þetta hlaut að gerast. Líklega betra að þetta gerist strax, og að ég finni far fljótlega, heldur en að ég sé að missa marga daga úr vinnu og skóla. En ég missti af vélinni og fer ekki heim fyrr en á föstudag. Sem er alveg tveimur vikum of snemma.
1.10.06
Tilviljanir
Á Kaffi Evrópu, gegnt Kaffi Norðri við Amagertorg, sátum við og gæddum okkur á sýnishornum af öllum eftirréttum sem staðurinn bauð upp á. Við hliðina á okkur sátu gömul hjón sem höfðu setið með okkur um borð í bát og hlustað á djassinn gæða Höfn lífi.
Meðan Ásta talaði í símann ræddu hjónin ákaflega um myndir á veggnum við hlið okkar. Næst okkur var mynd sem þeirri gömlu varð tíðrætt um, og gerði mikið til að útskýra fyrir eiginmanni sínum hver væri. Ég þekkti nafnið hinsvegar úr þessari færslu.
Meðan Ásta talaði í símann ræddu hjónin ákaflega um myndir á veggnum við hlið okkar. Næst okkur var mynd sem þeirri gömlu varð tíðrætt um, og gerði mikið til að útskýra fyrir eiginmanni sínum hver væri. Ég þekkti nafnið hinsvegar úr þessari færslu.
Fréttir frá Höfn
Sigling eftir skipaskurðum Kaupmannahafnar og í stefni stendur djasshljómsveit og spilar létt dixieland ættað frá borginni sokknu, New Orleans. Sól skín og veðrið er ljómandi og maður ljómar sjálfur yfir hugulsemi og yndisleika.
Með kvöldinu kom svo rigning og ljósleiftur og læti af himnum en mér var alveg sama. „Þegar ástin grípur unglingana,“ sagði myndlistarkona við mig um daginn, og á leiðinni til Keflavíkur, eldsnemma á laugardagsmorgni, hlógu foreldrar mínir að breyttum tímum, og vitnuðu til landsföðurins og frelsishetjunnar og nafna hins nýja formanns villtast og trylltasta flokksins í borginni.
Ég nenni hinsvegar ekki heim þó ég neyðist til þess. Eins og Jerseyjarbúinn sagði forðum daga á Frakklandsströndum: „I don't wanna go back home. I've really nothing to do there; I seriously don't nenn it!“
Með kvöldinu kom svo rigning og ljósleiftur og læti af himnum en mér var alveg sama. „Þegar ástin grípur unglingana,“ sagði myndlistarkona við mig um daginn, og á leiðinni til Keflavíkur, eldsnemma á laugardagsmorgni, hlógu foreldrar mínir að breyttum tímum, og vitnuðu til landsföðurins og frelsishetjunnar og nafna hins nýja formanns villtast og trylltasta flokksins í borginni.
Ég nenni hinsvegar ekki heim þó ég neyðist til þess. Eins og Jerseyjarbúinn sagði forðum daga á Frakklandsströndum: „I don't wanna go back home. I've really nothing to do there; I seriously don't nenn it!“
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
-
„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“ Eitthvað hálftruflandi við þetta.
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...