Mér virðist sem hafi bæst á mig nokkur kíló þar sem ég flakkaði í tíma á milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur fyrir sléttri viku síðan. Með því þyki ég hafa nálgast Mitchelin karlinn í útliti, meira en nokkru sinni fyrr.
Í sama anda yfirvegaðrar bjartsýni, geri ég fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur til fyrra horfs þegar ég flýg inn í framtíðina, aftur til Hafnar, eldsnemma að morgni næstkomandi þriðjudags.
10.5.07
Gulls ígildi
Arabískur vísdómur: „Paradís á jörðu er fundin á baki hests, í lestri bóka og á milli brjósta konu.“
-Carlos Edmundo de Ory, úr ljóðinu Aerolites
9.5.07
Snúrufargan
Athugið einnig: Síminn minn hefur verið sviptur öllum tengslum við raun og veruleikann, svo engar myndir birtast úr yfirstandandi Íslandsför fyrr en aftur verður komið á danska grund. Lífsæðin gleymdist nefnilega þar.
Sjitt(!!!) sorrí.
Sjitt(!!!) sorrí.
Verund sem var
Þremur lokið af fjórum, þetta er allt að koma. Að hripa fjögur próf á einni viku er mögnuð upplifun. Stundum vildi ég samt óska að ég hefði skrifað ritgerðir, aðalega af því mig langar að skrifa ritgerð. Skrifa eitthvað allavega, eitthvað annað en blogg.
Í listheimspekinni komst ég á flug og flaug að lokum framúr mér. Vonandi verð ég jafn montinn af útkomu og niðurstöðum og ég er kátur núna. Ísland er alveg að verða búið. Alveg bráðum.
Eftir helgina hunskast ég aftur heim með rófuna sperrta. En þetta hefur hreint ekki verið svo slæmt, þrátt fyrir allt sem áður hefir verið látið flakka, sumt jafnvel sagt í hálfkæringi, annað fullri alvöru. Um Ísland gildir þó: Ómögulegt er að dveljast lengur en viku á landinu, án þess að rekast á tvo þriðju hluta allra þeirra sem þú hefir áður átt samskipti við. Set þetta upp í syllógisma seinna. Rökfræði ekki mín sterkasta hlið; verst þykir mér að það voru ekki heldur greinarnar sem ég taldi mína sterkustu hlið. Nema kannski listheimspekin og fagurfræðin.
Enda eðlilegt það...
Í listheimspekinni komst ég á flug og flaug að lokum framúr mér. Vonandi verð ég jafn montinn af útkomu og niðurstöðum og ég er kátur núna. Ísland er alveg að verða búið. Alveg bráðum.
Eftir helgina hunskast ég aftur heim með rófuna sperrta. En þetta hefur hreint ekki verið svo slæmt, þrátt fyrir allt sem áður hefir verið látið flakka, sumt jafnvel sagt í hálfkæringi, annað fullri alvöru. Um Ísland gildir þó: Ómögulegt er að dveljast lengur en viku á landinu, án þess að rekast á tvo þriðju hluta allra þeirra sem þú hefir áður átt samskipti við. Set þetta upp í syllógisma seinna. Rökfræði ekki mín sterkasta hlið; verst þykir mér að það voru ekki heldur greinarnar sem ég taldi mína sterkustu hlið. Nema kannski listheimspekin og fagurfræðin.
Enda eðlilegt það...
8.5.07
Ég er hér, ég er hér, sagði litli íkorninn og hoppaði ítrekað í loft upp af kátínunni einni saman
Króna með gati var það, væni, og hættu svo þessu væli! Matarkarfan í Bónus er ekki lengur svo mikið dýrari en í danskri Nettó, fjandinn hafi það. Allavega ekki þegar van-hollusta er í fyrirrúmi. Ekki óhollusta, nei, ekki ó- heldur van.
Það er samt með ólíkindum tvær manneskjur, verundir og vitundir, geta rakið ævisöguna hratt og í fáum orðum, við færiband lágvöruverslunar. Sjáumst á vappinu, ég er hér.
Það er samt með ólíkindum tvær manneskjur, verundir og vitundir, geta rakið ævisöguna hratt og í fáum orðum, við færiband lágvöruverslunar. Sjáumst á vappinu, ég er hér.
7.5.07
Enn er von
„Takk fyrir lánið,“ sönglaði litli strákurinn með ljósa hárið, og brosti með stóru, bláu augunum sínum og andlitinu öllu, um leið og hann rétti bólugröfnum starfsmanni vídjóleigunnar spóluna.
2.5.07
Úr helli sýndarinnar
Það er frekar ódýrt að vitna svona í miðja Biðina eftir Godot án sérstaks tilefnis, annars en þess sem heimurinn í sjónvarpinu býður manni að þekkja, en það með hausinn í bókunum og sólina glottandi hinu megin við gler (þó við höfum reyndar rifið alla glugga upp á gátt til að hleypa trekknum í gegn) er bara fátt um frumlegar og spennandi hugsanir.
Loftvarnabjöllurnar sem ómuðu í hádeginu voru þó skemmtilegt uppbrot í annars sólbjartan daginn - sem annars nær varla niður í tærnar á sjálfum sér fyrir Sókratesi, Platoni og Aristótelesi.
Loftvarnabjöllurnar sem ómuðu í hádeginu voru þó skemmtilegt uppbrot í annars sólbjartan daginn - sem annars nær varla niður í tærnar á sjálfum sér fyrir Sókratesi, Platoni og Aristótelesi.
Annað kvöld er svo áætlað að ég lendi í Keflavík. Hvar er það nú eiginlega?
1.5.07
Go Deo
We wait. We are bored. (He throws up his hand.) No, don't protest, we are bored to death, there's no denying it. Good. A diversion comes along and what do we do? We let it go to waste. Come, let's get to work! (He advances towards the heap, stops in his stride.) In an instant all will vanish and we'll be alone once more, in the midst of nothingness!
30.4.07
Í sjónvarpinu
„As lions mate hundred and fifty times within three days, the male needs to combine stamina with precaution.“
29.4.07
Goya
27.4.07
Hinn mannlegi hroki
„Eftir að vélar komu til sögunnar hefur mannskeppnan enn ekki svo fundið upp nýstárlega vél að hún hafi ekki talið sér trú um að sjálf sé hún nákvæmlega eins og þessi vél. Descartes þekkti engar vélar nema klukkur, og hann gerði manninn og síðan allan efnisheiminn að klukku.“
- Þorsteinn Gylfason, Líf og sál
24.4.07
28 dögum síðar...
Nú þegar einhver minnist á það rifjast upp fyrir mér að fyrir ekki svo laungu síðan geisuðu, að sögn, óeirðir hér í nágrenninu. Varla hægt að segja að hverfið beri þess mikil merki - einna helst þessi byssuhvellur sem ég heyrði um daginn. Jú, kannski er hægt að kalla bölvanir nágrannans, þessi óp og öskur sem ég heyri þegar ég sit á dallinum og les um lýðræði, leifar byltingarinnar.
Hann neyðist til að borga af nýjum bíl næstu árin í ljósi þess að gamli Volvoinn hans fuðraði upp í boði sænsks eða þýsks atvinnumótmælanda.
Hann neyðist til að borga af nýjum bíl næstu árin í ljósi þess að gamli Volvoinn hans fuðraði upp í boði sænsks eða þýsks atvinnumótmælanda.
21.4.07
Tilboð aldarinnar
Það flæðir upp úr póstkassanum í hotmailinu þessa dagana, af pósti frá fyrirtæki sem kallar sig Kaboom, og sérhæfir sig í klósetthreinsivörum. Þessa dagana virðast þeir vera að setja á markað eitthvert undraefni sem gæti orðið þess valdandi að maður þurfi aldrei að hreinsa klósettið sitt aftur. Þessi skilaboð fæ ég frá þeim sjö eða átta sinnum á dag, hið minnsta. Ég veit reyndar ýmislegt verra en að hreinsa klósett, en ég er ekki æstur aðdáandi þess.
Ég verð því eiginlega að viðurkenna að það er svolítið kitlandi að versla sér eins og einn dúnk....
Ég verð því eiginlega að viðurkenna að það er svolítið kitlandi að versla sér eins og einn dúnk....
Húsvíska hugmyndafræðin
Ég held að það sé einhver stór misskilningur í því fólginn að Garðar Svavarsson hafi verið Svíi. Húsvíkingar eru í það minnsta ekki af neinu sænsku bergi brotnir, engan veginn. Eftir að hafa skemmt mér við hljómsveitir eins og Túpílaka og Ljótu hálfvitana, velkist ég ekki í neinum vafa að þeir séu undan Írum komnir. Meira að segja Þórir, sá húsvíski, gæti verið einhverskonar íslensk birtingarmynd Damiens Rice.
Svo tala báðir flokkar, Húsvíkingar og Írar, með svo skemmtilegum hreim.
Svo tala báðir flokkar, Húsvíkingar og Írar, með svo skemmtilegum hreim.
19.4.07
„Tölvan segir nei“
Að eiga við danska bjúrókrasíu getur stundum verið ferlega frústrerandi. Þegar reikningur berst fyrir annarra manna notkun á orku, og einu svörin sem orkuveitan gefur minna á svar bankakonunnar í Litla-Bretlandi (the computer says nooo), er erfitt að roðna ekki örlítið af pirringi, þó ekki sé nema á nefbroddinum.
Hasar
Það er ákaflega viðeigandi að þar sem við sitjum tvö og horfum á heimildamynd um umsátrið í Waco, í tilefni þess að það eru fjórtán ár síðan það átti sér stað, glymji skothvellur í húsunum í kring- ásamt sjúkra- og lögreglubílum sem flykkjast á staðinn. Ég er ekki enn viss hve langt í burtu þetta var, en skelfing var þetta mikill hávaði.
18.4.07
Ég gleymdi:
Hér skín sól og er frábært veður, og ekkert að brenna nema steik mannsins í næstu íbúð (sem mér finnst eiginlega að hann ætti að fara að taka af grillinu...)
Tíu litlir negrastrákar...
Þá er eftirlætis kaffihúsið mitt orðið að einhverri öskuómynd, í það minnsta að innan. Sá staður í Reykjavík sem hefur átt hvað mesta hlutdeild í mér, utan heimilisins á Ljósvallagötu, er í molum. Hlutum sem ég hef eitthvað í að sækja á þessari ofmetnu freðmýri fer sífellt fækkandi.
...einn þeirra varð að ösku, og þá var eftir...
12.4.07
Segja mér Svíar
... Og nú segir sænska konan í sjónvarpinu mér að það eigi að yfirfæra Engla og djöfla í kvikmyndaform. Tom Hanks áfram sem hetjan með skelfilegu hárgreiðsluna.
Var ekki ein nóg?
Var ekki ein nóg?
Doctor Who
Það er með ólíkindum hvað er hægt að gera vont sjónvarpsefni með góðum leikurum. Sé svolítið eftir því að hafa haft þetta í gangi, farið ekki bara og slegið höfðinu utan í vegg einhversstaðar.
Svei'attan þessum Svíum að sýna mér svona ömurð.
Svei'attan þessum Svíum að sýna mér svona ömurð.
10.4.07
6.4.07
Reyklausa svæðið
Páskahiti (easter fever)
Mér leiðast veikindi almennt, það fer í taugarnar á mér að vera heftur frelsi (hugsanlega á ég við stjórnsemivandamál að stríða?), en auk þess er óhuggulegt að verða veikur þegar heilahimnubólga herjar á Höfn. Fjórir látnir, allt unglingar á milli fimmtán og tuttugu ára aldurs, og heilsugæslur og bráðamóttökur hafa ekki undan við að svara spurningum. Ég beygi hálsinn reglulega og held því keikur fram að ég sé bara með hálsbólgu og nefrennsli. Ef einhver vill endilega hafa áhyggjur af mér, skal sá hinn sami hafa áhyggjur af að ég drepist af völdum legusára.
Mér skilst að það séu komnir páskar, en eina merki þess sem ég verð var við er að ég get nálgast spurningakeppni fjölmiðlanna á vef RÚV. Hefðir fjölskyldunnar hafa meðal annars falið það í sér að hlusta á þann þátt og fara í bíltúr eða göngutúr þessa daga. Fyrir vikið þykir mér hálf kjánalegt að vera ekki að fara út í göngutúr núna, sakir veikinda.
Og nú hnerraði Ásta kröftuglega.
4.4.07
Um ljón
„One thing is for sure: Scar is going to try and make the most out of everything with the minimum amount of effort possible.“
- Big Cats Diary á Animal Planet
2.4.07
28.3.07
Að stikna
Það er ekki laust við að skapið léttist og brúnin lyftist þegar maður röltir út í fimmtán gráðu hita, á celsius, og sólin skín og fuglarnir syngja og vorið brosir og býður manni ó, svo góðan dag. Kaupmannahöfn er sérlega falleg í dag.
Það sagði mér einhver af frosthörkum á skerinu þarna norður í rassgati...
Það sagði mér einhver af frosthörkum á skerinu þarna norður í rassgati...
Hetjur á flótta
Á einhverju tímapunkti datt ég harkalega ofan í sjónvarpsþáttinn um Hetjurnar. Eitthvað plott sem minnir óneitanlega á Exfólkið, fólk sem uppgötvar hálfyfirnáttúrulega hæfileika á hinum ýmsu sviðum, og indverski erfðafræðingurinn sem rekur þetta allt saman og skilur svo vel. Svo er illmennið sem hleypur á eftir öllum verðandi hetjunum og reynir að öðlast hæfileika þeirra með því að drepa þau á ansi hrollvekjandi hátt.
Sumsé, Köngurlóarmaðurinn og Súpermann og Batmann í einum graut: Ofurhetjur. Vel að merkja, ein hetjanna heitir Hiro (enda Japani) sem útleggst hetja upp á enska tungu. Ofurhetjur fyrir fullorðna.
Sumsé, Köngurlóarmaðurinn og Súpermann og Batmann í einum graut: Ofurhetjur. Vel að merkja, ein hetjanna heitir Hiro (enda Japani) sem útleggst hetja upp á enska tungu. Ofurhetjur fyrir fullorðna.
En á einhverjum tímapunkti fóru fram umræður sem breyttu þessari hugmynd um ofurhetjur fyrir fullorðna.
Það fer nefnilega svolítið í taugarnar á mér hvað hetjurnar eru alltaf vanmáttuguar gegn vonda karlinum. Allir þættir virðast enda illa (svo ekki sé talað um að allt hangi á bláþræði í lok hvers þáttar). Þannig hlaupa þær um alla heima og geima og reyna að hitta á aðra sem eru líkar þeim sjálfum, en eru alltaf á flótta undan því illmenninu.
Af þeim þáttum sem ég hef séð virðist boðskapurinn ætla að verða: Hið vonda verður einungis sigrað ef hið góða (hetjurnar) tekur sig saman í andlitinu og vinnur saman að eyðingu hins illa.
Það fer nefnilega svolítið í taugarnar á mér hvað hetjurnar eru alltaf vanmáttuguar gegn vonda karlinum. Allir þættir virðast enda illa (svo ekki sé talað um að allt hangi á bláþræði í lok hvers þáttar). Þannig hlaupa þær um alla heima og geima og reyna að hitta á aðra sem eru líkar þeim sjálfum, en eru alltaf á flótta undan því illmenninu.
Af þeim þáttum sem ég hef séð virðist boðskapurinn ætla að verða: Hið vonda verður einungis sigrað ef hið góða (hetjurnar) tekur sig saman í andlitinu og vinnur saman að eyðingu hins illa.
Ásta kom með það þegar hún sagði: Kærleiksbirnir, stara!
16.3.07
Kartaflan sem táknmynd græðgi í heiminum
Í Gautaborg settumst við inn á tapasbar og átum kvöldmat. Við veltum því fyrir okkur hversu mikið við þyrftum að panta fyrir okkur þrjú og gestgjafi okkar í Gautaborg sagði okkur söguna af síðustu kartöflunni.
Hann hafði farið þarna áður, komið þarna með vinum eða fjölskyldu. Þau hefðu pantað sér marga rétti og deilt þeim með sér, eins og maður gerir almennt á tapasbörum. Þegar leið á máltíðina fóru þau að átta sig á því að þau hafi líklega pantað fullmikið af réttum, því ennþá var talsvert eftir á diskunum, en minna um pláss í mögum. Þó hafi þau haldið áfram að troða í sig, vélað sig í gegnum hvern diskinn á fætur öðrum svo tæmdist hægt en örugglega af þeim.
Að lokum var ekkert eftir nema einn lítill kartöflubiti í aioli. Þar sem báturinn sigldi einmana um hvítlaukssæ disksins fannst gestgjafanum okkar ákaflega svekkjandi að skilja hann eftir og hugsaði með sér að hann langaði í þessa kartöflu.
Það var því algjörlega ótengt hungri að hann réðst til atlögu með gaffalinn mundaðan, og tróð þessum síðasta bita ofan í sig.
Frá því í Gautaborg hefur frasinn „kartaflan“ verið notaður til að gefa til kynna að um eintóma græðgi sé að ræða.
Hann hafði farið þarna áður, komið þarna með vinum eða fjölskyldu. Þau hefðu pantað sér marga rétti og deilt þeim með sér, eins og maður gerir almennt á tapasbörum. Þegar leið á máltíðina fóru þau að átta sig á því að þau hafi líklega pantað fullmikið af réttum, því ennþá var talsvert eftir á diskunum, en minna um pláss í mögum. Þó hafi þau haldið áfram að troða í sig, vélað sig í gegnum hvern diskinn á fætur öðrum svo tæmdist hægt en örugglega af þeim.
Að lokum var ekkert eftir nema einn lítill kartöflubiti í aioli. Þar sem báturinn sigldi einmana um hvítlaukssæ disksins fannst gestgjafanum okkar ákaflega svekkjandi að skilja hann eftir og hugsaði með sér að hann langaði í þessa kartöflu.
Það var því algjörlega ótengt hungri að hann réðst til atlögu með gaffalinn mundaðan, og tróð þessum síðasta bita ofan í sig.
Frá því í Gautaborg hefur frasinn „kartaflan“ verið notaður til að gefa til kynna að um eintóma græðgi sé að ræða.
14.3.07
Ungmennahúsið - jarðhæð
Ungmennahúsið við Jagtvej hefur verið jafnað við jörðu. Eftir stendur jörð á milli tveggja húsa. Ground 69 segja börnin, og vitna þannig í núlljörð tvíburaturnanna föllnu. Fallegt í hugsjón, en engan veginn jafn dramatískt. Það dó enginn.
Blóm og kransar virðast aldrei hafa verið afþökkuð, og nóg er af þeim. Börnin halda áfram að flykkjast á Jörð 69 og gráta þungum tárum. Bílabruni og lögregluhasar hafði fátt annað í för með sér en vitleysisgang og uppgang föðurhúsanna. Það er heilmikil kaldhæðni fólgin í því að kristilegi söfnuðurinn Föðurhúsin skuli vera að sussa á börnin við Jagtvej.
Og heimurinn heldur áfram að hrörna. Sama hvað við reynum.
Blóm og kransar virðast aldrei hafa verið afþökkuð, og nóg er af þeim. Börnin halda áfram að flykkjast á Jörð 69 og gráta þungum tárum. Bílabruni og lögregluhasar hafði fátt annað í för með sér en vitleysisgang og uppgang föðurhúsanna. Það er heilmikil kaldhæðni fólgin í því að kristilegi söfnuðurinn Föðurhúsin skuli vera að sussa á börnin við Jagtvej.
Og heimurinn heldur áfram að hrörna. Sama hvað við reynum.
8.3.07
Sókrates snýr aftur
Ég velti því stundum fyrir mér af hverju það er ekki búið að hasarvæða Platon og skella honum á kvikmyndaform. Richard Attenborough gæti farið í hlutverk Sókratesar, það ku vera í tísku að leika ófrítt fólk meðal Hollywoodleikara í dag. Mel Gibson væri svo kjörinn til að leikstýra kraðakinu. Hann gæti jafnvel haft þetta á forn-grísku!
Við sáum annars Apocalypto í gær. Mér finnst hún alls ekki jafn slæm og henni hafði verið lýst fyrir mér, en skelfing raung var hún samt. Nenni hinsvegar ekki að velta mér upp úr því -nóg gladdi mig það að sjá Spánverjana vappa þarna fagurbrynjaða (og sagnfræðilega ranglega)- en frasinn „Run, [f]orest, run“ hlaut á skemmtilegan hátt nýja merkingu fyrir mér.
Við sáum annars Apocalypto í gær. Mér finnst hún alls ekki jafn slæm og henni hafði verið lýst fyrir mér, en skelfing raung var hún samt. Nenni hinsvegar ekki að velta mér upp úr því -nóg gladdi mig það að sjá Spánverjana vappa þarna fagurbrynjaða (og sagnfræðilega ranglega)- en frasinn „Run, [f]orest, run“ hlaut á skemmtilegan hátt nýja merkingu fyrir mér.
5.3.07
Norðurbru brennur
Þeir eru að rífa ungmennahúsið við Jagtvej í dag. Mér datt slæmur Hafnarfjarðarbrandari í hug þegar ég horfði á vörubíl með braki úr húsinu bruna eftir götunni minni (sem er spölkorn frá horninu þar sem helstu átökin hafa farið fram) í fylgd sérsveitar lögreglunnar. Fjórir brynvarðir sendiferðabílar umkringdu ruslabílinn og saman þeysti fylkingin með logandi sírenur, og vælið í takt, út götuna.
Annars var ég í Svíþjóð um helgina, svo ég missti af mesta hasarnum. Þeir segja það að hjólreiðamenn hafi tekið sig saman og klingt bjöllum um alla borg í gær.
Leigubílstjórinn sem kom okkur skötuhjúunum heim í gær vildi samt meina að samúð með ungmennunum færi þverrandi. Hinum almenna Kaupmannahafnarbúa finnst lítið varið í að þurfa að óttast að koma að bílnum sínum í björtu báli, eða fá múrstein í hausinn. Hópur evrópskra innflytjenda (Íslendingar, Frakki og hálfur Englendingur/Dani) vildi hinsvegar ólmur græða á óeirðunum, og datt í hug að rölta niður á Rundelen með hjólbörur fullar af múrsteinum og kastanlegu grjóti, bensíni og flöskum og tuskum til að bleyta í, og sitthvað fleira í þeim dúr, og setja upp svolítinn sölubás á staðnum.
1.3.07
Nef fyrir tímasetningum
Ég ætla að birta þessa mynd aftur, mér finnst hún flott.
Það verður hinsvegar seint um mig sagt að ég kunni ekki að velja tímann. Á morgun flyst ég búferlum, endanlega, í hringiðu mótmæla og slagsmála á Norðurbrú. Næstu fregnir af mér verða því væntanlega sagðar með barefli á lofti við þá iðju að verja eigin híbýli frá hamslausum lýð. Það er ekki laust við að maður lifi spennandi lífi.
Á sama tíma hríðfellur verð á bókum, og bókamarkaður opnar í Kringlu. Þar hefði ég mögulega geta tapað mér og eytt sem nemur fjórföldum mánaðarlaunum bankaforstjóra. Matvöruverð fellur tímabundið í nánast eðlilegt horf. Ég á svosum eftir að sjá það gerast, en fyrstu dagarnir munu vafalítið einkennast af einhverskonar sigurvímu almennings, þar sem hver maurinn af öðrum verslar sér fulla körfu allskyns ónauðsynja til að kanna hvort verð hafi breyst á þessari vöru og hinni.
Og kók verður ódýrast. Gosdrykkir og sælgæti. Á meðan ætla ég að lifa heilsulífi í óeirðunum, læra að lifa af einni máltíð á dag (svo nægur peningur verði eftir fyrir námsmannabjór), og lesa mig nær geðveilu en ég hef áður komist. Og svo ætla ég að stunda heilmikið kynlíf.
En ég kem í stutta heimsókn í vor, aðalega til að framkvæma einhvurn prófagjörning, og þangað til bið ég ykkur vel að lifa.
22.2.07
16.2.07
Simpsons
„If only we had known that iPods would unite and overthrow the very humans they used to entertain...“
15.2.07
Upphaf og endir
Það var eitthvað dálítið fallegt við það að sitja í strætóskýli hérna utan við berklaendurhæfinguna gömlu, undir lok síðustu næturvaktarinnar minnar, og bíða eftir Morgunblaðsbílstjóranum, sem renndi í hlaðið örlítið seinna en vanalega (á meðan ég var dálítið fyrr á ferðinni en yfirleitt), og heyra hann biðjast afsökunnar á því hvað hann væri seinn - hann væri nefnilega að byrja í þessu.
Tók einhver eftir því að þetta var ein setning?
(Ég stal þessari mynd héðan. Hún tengist textanum lítið sem ekkert. Mér þótti bara óviðeigandi að hafa mynd af mér og Ástu undir þessari fyrirsögn.)
1.2.07
Á heimleið
Á morgun sezt ég í flugvél og held heim á leið. Það verður þó stutt gaman, því ég mun snúa aftur til Íslands á þriðjudag, og eyða hér þremur vikum í yfirlæti foreldra minna. En Ljósvallagatan er svo laungu að baki, að líklega er best að stroka út kirkjugarðinn úr titlinum.
Ég hefst handa við að blogga á ný í síðasta lagi annan dag martsmánaðar. Hugsanlega flækjast hér inn orð og bókstafir þangað til. Og jafnvel myndir með.
Sæl að sinni.
30.1.07
28.1.07
25.1.07
Bráðum, bráðum...
4.1.07
Eitt ár: 2006 - 2007
Á morgun flyt ég af Ljósvallagötunni, burt frá kirkjugarðinum. Ég er búinn að búa þar í ár, hef reyndar ekki verið mikið þar undanfarna mánuði; eiginlega hef ég eytt meiri tíma í Danmörku heldur en þar.
Þetta verður síðasta færslan á þessu bloggi. Byrja líklega aftur þegar ég verð fluttur út á Norðurbrún. Stutt í það, þó Mosfellssveitin kalli í millitíðinni.
Að lokum:
Þetta verður síðasta færslan á þessu bloggi. Byrja líklega aftur þegar ég verð fluttur út á Norðurbrún. Stutt í það, þó Mosfellssveitin kalli í millitíðinni.
Að lokum:
- (Í tilefni dagsins) Að keyra vestan úr bæ og upp í Mosfellssveit er eins og að keyra í gegnum tízkutímabil. Fyrst keyrir maður í gegnum belti af götuvitum; ef undan er skilið eitt hringtorg og tiltölulega nýrisin hringavitleysa sem staðfestir að Snorrabraut liggur skör hærra en Hringbraut, eru bara umferðarljós frá Ljósvallagötu og að Grensásvegi.
Handan Grensássins brunar maður undir og yfir mislæg gatnamót, og ekkert annað. Það er eins og menn séu með þetta á heilanum þarna, og það hættir ekki fyrr en þú keyrir á milli holtanna sem Grafarvogshverfi og Grafarholtshverfi liggja á.
Og þá taka við hringtorg. Það er líka dálítið mosfellskt, ég skal viðurkenna það(uppalinn í Mosfellsbæ og allt það). Hringtorg eftir hringtorg eftir hringtorg eftir hringtorg. Ég man ekki hvað það eru mörg hringtorg í Mosfellsbæ, en bara á milli Grafarholtanna og síðasta hverfis Mosfellsbæjar, sem er í daglegu tali kallað Ásarnir, liggja sex hringtorg. Það er vel af sér vikið fyrir ekki lengri spotta. - Börn manna er frábær mynd. Falleg og vel framkvæmd í alla staði. Ég var hrifinn, mjög hrifinn.
- Fólki virðist hafa brugðið í brún þegar það sá myndir af Saddami með snöruna um hálsinn. Allt í einu var þetta illmenni orðið mannlegt, og ekki bara mannlegt, heldur var þetta bara vesælt gamalmenni. Nema hann var kjaftfor alveg út í það síðasta.
En hann er dauður, Ósama er örugglega dauður, en hvar skyldi þetta enda? Hve langt skyldi vera í að þeim takist að útrýma síðasta hryðjuverkamanninum?
En búið í bili, hafið það gott.
3.1.07
1.1.07
Nýtt ár
Ég nenni ekki að skrifa neinn annál, enga upprifjun. En þetta var skemmtilegt ár og margt áhugavert sem átti sér stað. Það er hinsvegar bara eitt sem stendur hátt upp úr, sem gnæfir yfir allt sem kom fyrir mig á árinu.
En hitt var alveg skemmtilegt líka.
En hitt var alveg skemmtilegt líka.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
-
„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“ Eitthvað hálftruflandi við þetta.
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...