Ramm-!
...stein!
30.6.06
29.6.06
Ellefti september
Í nótt sýndi Stöð2Bíó myndina Homeland Security. Ekki sérlega áhugaverð, en vakti upp minningar frá ellefta september, 2001. Ég man hvar ég var. Þetta ku vera Kennedy okkar tíma. Þegar ég las svo Fréttablaðið í morgun var þar grein eftir einhvern fjölmiðlafræðing. Man ómögulega hvað hann heitir, en hann var að tala um árásina á tvídranga (eins og hann orðaði það). Hann setti meðal annars fram þessa slóð í greininni sinni. Ég var að klára að horfa á þessa mynd og mér finnst hún nokkuð merkileg.
28.6.06
Það er bara þannig
Stundum finnst mér það alveg fyndið að heimurinn sé uppfullur af fólki sem telur sig hafa rétt fyrir sér og aðra rangt. Að ef það geti bara rökstutt það sem sagt er sé um að ræða óumdeilanlegan sannleik. Að orðaforði rökstuðnings þess sé ekki jafn gildishlaðinn og hver annar orðaforði.
En mér finnst það bara stundum fyndið. Ég verð mjög fljótt þreyttur og hætti að hlusta.
En mér finnst það bara stundum fyndið. Ég verð mjög fljótt þreyttur og hætti að hlusta.
Svar við þeirri fullyrðingu (og spurningu) að færslum hafi fækkað skyndilega:
Auk þess að vera hvatvís, mislyndur og kappsamur, hef ég alltaf verið frekar tapsár fyrir hönd annarra.
Matur um miðja nótt
Ég elska skonsur með mysingi. Og rúgbrauð með mysingi. Og rúgbrauð með kæfu. Nennir einhver að vera sammála þessari sérvisku minni?
27.6.06
Dans í svörtu
Það var miklu meiri stæll yfir dómurum í gamla daga. Nú mega þeir ekki einu sinni þrusa gulu spjaldi eða rauðu í leikmann, þá eru þeir nefnilega að sýna honum óvirðingu! Af því að leikmennirnir sýna dómurum einmitt ítrekaða virðingu. Nema hvað, í gamla daga flautuðu dómarar alltaf með nettum sveiflum og danssporum. Hendurnar eins og á löggu á gatnamótum, út og suður og upp í loft. Þá var líka miklu auðveldara að fyrirgefa dómurum illa grundvallaða dóma, ef þeir bara tóku sporið aðeins.
Væri örugglega ekki svona mikið um umdeilda dóma á HM ef Graham Poll og Valentin Ivanov hefðu tekið smá sveiflu með öllum spjöldunum sínum. Þó Ivanov hafi slegið met með öllum þessu rauðu í leik Hollendinga og Portúgala, þá held ég Poll hljóti að hafa gert það líka þegar hann gaf Simunic þrjú gul spjöld í einum leik. Ég hefði viljað sjá smá tangó með því þriðja.
Væri örugglega ekki svona mikið um umdeilda dóma á HM ef Graham Poll og Valentin Ivanov hefðu tekið smá sveiflu með öllum spjöldunum sínum. Þó Ivanov hafi slegið met með öllum þessu rauðu í leik Hollendinga og Portúgala, þá held ég Poll hljóti að hafa gert það líka þegar hann gaf Simunic þrjú gul spjöld í einum leik. Ég hefði viljað sjá smá tangó með því þriðja.
Yfirlýsing
Sko, ef Spænirnir vinna ekki Frakkana á HM í kvöld, þá ætla ég ekki að minnast einu orði á þessa keppni þangað til henni lýkur. Allavega ekki á netinu.
25.6.06
HM
Já, Hollendingar töpuðu, þvert á mína spá. Reyndar gerði ég nú ráð fyrir þessu, ef þið lesið spádómsdálkinn minn sjáiði hvernig. Hinsvegar sé ég eftir Hollendingum. Ég vona, ó, hve ég vona að Van Basten haldi starfinu. Hann er að gera alveg sniðuga hluti með þessum kynslóðaskiptum. Það finnst mér allavega, hef trú á honum.
Hinsvegar sýni ég stuðning minn í verki (eða svoleiðis) og er mættur til vinnu í hollenskri landsliðstreyju með númeri Dennisar Bergkamp. Húrra Holland. Nú er það bara ¡Viva España!
Hinsvegar sýni ég stuðning minn í verki (eða svoleiðis) og er mættur til vinnu í hollenskri landsliðstreyju með númeri Dennisar Bergkamp. Húrra Holland. Nú er það bara ¡Viva España!
Slys
Í augnablikinu á ég enga tölvu. Mín vill ekki fara í gang eftir að mér varð það á að missa hana í gólfið. Þannig að ég verð líklega aðalega á MSN í vinnunni. Svo getið bara sent mér SMS ef þið viljið horfa á DVD með mér.
Ég veit að þetta er gamall brandari, en mér finnst hann fyndinn.
Ég veit að þetta er gamall brandari, en mér finnst hann fyndinn.
24.6.06
HM spakur
Hingað til nokkuð góð spá. Þeir sem hafa nennt að lesa í gegnum þetta hafa vonandi tekið eftir því að Marquez er meira að segja búinn að setja mark. Nú er bara að sjá hvort Argentínumenn hafi þetta ekki af. Ég held reyndar svolítið með Mexíkóum. Ólíkt dómara leiksins.
Pabbi minn var hinsvegar óragur og spáir Áströlum sigri á Ítölum. Það þykir mér hetjulegt, sérílagi þar sem pabbi hefur ansi oft reynst nokkuð spakur. Hann fullyrðir líka, ákafar en nokkru sinni fyrr, að Þjóðverjar verði heimsmeistarar í ár.
Pabbi minn var hinsvegar óragur og spáir Áströlum sigri á Ítölum. Það þykir mér hetjulegt, sérílagi þar sem pabbi hefur ansi oft reynst nokkuð spakur. Hann fullyrðir líka, ákafar en nokkru sinni fyrr, að Þjóðverjar verði heimsmeistarar í ár.
HM: Að spá í sextán liða úrslit
Gambrinn tók sig til og spáði fyrir um sextán liða úrslitin. Svo asnaðist hann til að skora á mig að herma. Fara í eitthvað kapp, einvígi, giskkeppni. Ég er frekar lélegur í svoleiðis, og mig langar óskup að komast einhvernveginn hjá því. En mér koma eitthvað svo fáar afsakanir í hug, svo hér á eftir fer mín spá. Hafa ber í huga að hún er mjög! lituð af ég vildi óska faktornum. En allavega:
- Þjóðverjar ættu að taka Svíana. Svíarnir hafa ekki spilað sinn besta bolta hingað til, og hafa að vissu leyti verið heppnir að ná inn mörkum. En duglegir líka. Ljungberg hættir aldrei. Svo það er ómögulegt að afskrifa þá. Skandinavinn í mér æpir (innra með mér) Áfram Svíþjóð! En raunsæjisröddin á öxlinni (les: pabbi minn) hnussar og segir: Þetta eru Þjóðverjar. Þeir vinna alltaf. Það er bara þannig. Minnumst líka öll orða Linakers um hvað fótbolti er; tuttugu og tveir menn á velli að elta bolta og Þjóðverjar vinna.
- Ég tek þetta bara eftir riðlum. Ekki hvaða leikir eru næstir. Þannig að akkúrat hér höfum við Ekvador og England. Við hljótum að treysta því bara að Englendingar taki Miðbauginn. Bara svona eins og við treystum því að sólin komi upp á morgun og kjarnorkustyrjöld sem útrými heiminum eins og við þekkjum hann sé hræðsluáróður sem við sitjum uppi með úr kalda stríðinu.
Englendingar hafa einfaldlega betri leikmenn. Þó að ég sé ekki hrifinn af Crouch (og júvíst, ég er Púlari!) þá hafa þeir leikmenn eins og Gerrard, Lampard, J. Cole og náttúrulega Rooney litla, sem geta gert útum leikinn á augabragði. Við hljótum því bara að treysta því að Augustin Delgado eigi ekki einhvern undraleik og slái Engilsaxana út. - Þá eru það riðlar C og D. Argentína og Mexíkó á að vera borðliggjandi leikur. Argentínumenn, sem hafa sýnt bestan, og eiginlega jafnastan, leik hingað til, eiga að sigra Mexíkóa. En þarna eru náttúrulega tvær Ameríkuþjóðir, handanhafsþjóðir, paurar og pjakkar sem eiga að kannast hvorir við aðra og svona. En ég skýt á Argentínu, þó mér fyndist nú pínu gaman að sjá Marquez pota einu inn, helst í uppbótartíma. Ég fíla nefnilega ekki Argentínu.
- Hinum megin höfum við þá Portúgal og Hollendinga. Scolari vs. Van Basten. Fadó vs. Jazz.
Mikið rosalega langar mig að segja að Hollendingar hafi þetta. Þeir appelsínugulu laumi einni sendingu af kantinum („frá Robben þá?“ hvín núna í einhverjum háðfuglinum) í tærnar á Nistelrooy og net. Ricardo er ekkert alltaf öruggasti markmaður í heimi.
En ég er alls ekki nógu viss. Portúgalir hafa svosum spilað vel í keppninni til þessa, en voru ekki í neitt svakalega sterkum riðli og hafa átt erfitt með að setja inn mörk. Vantar einhvern herslumun hjá þeim. Svo ég ætla að gerast djarfur og trúa því að Marco Van Basten og félagar hafi þetta af. Og Robben skorar. Þó hann sé Chelseatrúður. - Ítalir mæta Áströlum í þessum úrslitum. Guus Hiddink er löngu búinn að sýna fram á hæfni sýna sem knattspyrnuþjálfari. Alvöru kall þar. Ítalirnir eru hinsvegar með þrususterkt lið. Það væri eitthvað óeðlilegt við það að þeir myndu ekki taka þetta. Það væri helst einhverjum klaufagangi að kenna, uppsöfnuðum spjöldum, pirringi yfir að skora ekki strax eða þvíumlíku, að þeir gætu misst þetta niður. Gleymum því hinsvegar ekki að Ástralir hafa verið að spila skemmtilegan fótbolta. Og þeir náðu jafntefli við Króata sem hafa sterkt varnarlið. Svolítið eins og Ítalir. Króatar höfðu hinsvegar engan til að skora mörk fyrir sig. Eða Pörsó gerði allavega eitthvað lítið af því.
Haukur Ingvarsson gerði heiðarlega tilraun til að fá mig af aðdáun minni á Áströlum. Hann benti á ástralsk sjónvarpsefni fyrir unglinga sem var ákaflega vinsælt hjá Ríkisútvarpinu Sjónvarpi fyrir einhverjum tíu, fimmtán árum. Fjör á fjölbraut og svona.
Því miður, ég held ennþá með Hiddink og Áströlunum. En ég held að Ítalir hafi þetta af. - Brasilíumenn eiga svo að taka Ghanamenn. Ghana hefur raunar alla burði til að vera spútnikk keppninnar. En mig minnir einhvernveginn að Essien hafi fengið annað gult spjald í síðasta leik riðlakeppninnar og verði því ekki með á móti Brössunum. Skarð fyrir skildi og gæti haft meira að segja en menn vilja vera láta. Ég held að Brasilíumennirnir komist áfram, en ég er ekkert viss um að þeir eigi það skilið. Hafa virkað þungir og frekar leiðinlegir á mig. Burtséð frá öllum væntingum og kjaftæði sem þessir sparkspekingar eru búnir að vera að burðast við að minna á.
- Ég hata þennan leik. Þetta er annar leikurinn í vetur þar sem við Magnús mætumst. Hinn var úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Hann var Arsenal, ég Barca. Ég vann. Ég er hræddur um að ég vinni ekki aftur. Sem er svindl! Spánn er klárlega með eitt skemmtilegasta lið keppninnar, þrátt fyrir leik varaliðsins á móti Sádum. Spánverjar eiga að rúlla upp þessu franska liði sem hingað til hefur skriðið í gegnum riðlakeppnina á fjórum fótum. Frakkadruslur. En svo koma þeir í útsláttakeppninni og Púff! Galdraverk eitthvað. En nei, ég ætla að halda með mínu liði! Spánn skal það vera. 2-1. Gefum Terry Henry eitt.
- Og að lokum. Sviss á að éta Úkraínumenn með þessari vörn. Reyndar spurning um Senderos. Hann staulaðist útaf og höndin á honum lafði eins og gúmmíslanga. Frekar ógeðfellt. En ég vil samt að Svissararnir taki þetta. Bara hlutlaust (ég er fyndinn).
Það er nefnilega það. Svo mörg voru þau orð. Til að summa þetta upp þá spái ég sigri: Þjóðverjum, Englendingum, Argentínumönnum, Hollendingum, Ítölum, Brasilíumönnum, Spánverjum og Svisslendingum. Heim ættu því að fara (sé ég einhver spámaður): Svíar, Ekvadorar, Mexíkanar, Portúgalir, Ástralir, Ghanamenn, Frakkar og Úkraínumenn.
En hvað veit ég um þetta?
23.6.06
Mannlega eðlið
Þegar pabbi fylgdist með Arsenal sigra Real Madrid, og síðar Villareal, í Meistaradeildinni í vetur, fannst honum Thierry Henry skemmtilega hrokafullur eftir markaskorun. Þetta svipbrigðaleysi og skortur á fagnaðarlátum þótti pabba sniðugt. Í hvert skipti sem Henry spilar með franska landsliðinu á HM (eða þegar Arsenal spilar við Manchester United) er Henry hinsvegar, að mati pabba, helvítis hrokkagikkur.
Það er þannig ekki sama hvort hann spili fyrir Jón eða séra Jón.
Það er þannig ekki sama hvort hann spili fyrir Jón eða séra Jón.
HM: Sádi Arabía 0 - 1 Spánn
Jájá. Þetta gengur hægt og örugglega. Spænir náttúrulega bara með varaliðið inn á. Gaman að sjá Iniesta, Joaquin og Albelda í byrjunarliðinu.
Að uppræta óþarfa
Akkúrat núna er ég ofsalega vel til þess stemmdur að betrumbæta heiminn. En ég nenni því ekki.
Má bjóða þér maskara, herra Anderson?
Það er eitthvað rangt við það að sjá tölvuforritið Smith úr Matrixmyndunum í gervi munúðarfullrar dragdrottningar í ástralskri eyðimörk.
„Nei, fyrirgefðu maður!“
Held að ég sé alveg búinn að missa vitið. Ég hef lengi talað við sjálfan mig. Núna er ég hinsvegar farinn að bregðast við dauðum hlutum eins og þeir séu lifandi. Í þeim anda bað ég stól sem ég rak mig utan í fyrr í kvöld afsökunar.
Um sólina og birtuskil og Mosfellssveit
Esjan gaus hreinlega sólsetri áðan. Blasti við mér eins og eldur á himni. Himinninn var svo rauður að hann speglaðist á öllum sléttum flötum: húsþökum, gluggum og meira að segja dökkgráu (ljóssvörtu sagði einu sinni einn maður við mig), nýlögðu malbikinu.
Líka afar viðeigandi kvöld. Dagurinn í dag er nefnilega staðsettur mitt á milli lengsta dags ársins (sumarsólstöður) og Jónsmessu, sem átti samkvæmt einhverri lygi sem ég heyrði í gamla daga, að vera lengsti dagur ársins. Sumsé, dagurinn í dag er mitt á milli lensta dags ársins og lengsta dags ársins. Svolítið eins og Mosfellsbær sem er á milli Reykjavíkur annars vegar og Reykjavíkur hinsvegar.
Líka afar viðeigandi kvöld. Dagurinn í dag er nefnilega staðsettur mitt á milli lengsta dags ársins (sumarsólstöður) og Jónsmessu, sem átti samkvæmt einhverri lygi sem ég heyrði í gamla daga, að vera lengsti dagur ársins. Sumsé, dagurinn í dag er mitt á milli lensta dags ársins og lengsta dags ársins. Svolítið eins og Mosfellsbær sem er á milli Reykjavíkur annars vegar og Reykjavíkur hinsvegar.
21.6.06
HM
Hollendingar spila djass. Þeir hanga á boltanum og sendingin kemur þegar þeir eru alveg við það að detta úr takti. Þeir spila svalan djass, cool jazz. Fara sér engu óðslega. Enginn sambataktur. Bara rólegheit yfir mönnum. Svo skiptast þeir á að taka sóló upp kantana, send'ann fyrir þar sem Nistelrooy kemur honum í netið á offbeatinu. Eða hvað? Della, ég veit.
Þó Argentínumennirnir séu alveg góðir og svona, þá fíla ég þá bara ekki nógu vel. Ekki einu sinni þó þeir spili meira og minna á Spáni.
Þó Argentínumennirnir séu alveg góðir og svona, þá fíla ég þá bara ekki nógu vel. Ekki einu sinni þó þeir spili meira og minna á Spáni.
19.6.06
Í tilefni þess að ég er ekki heima alla daga...
...hefur helvískur geitungur laumað sér í eldhúsið mitt. Nú lúrir hann í glugganum og reynir að finna leiðina út.
HM: Spánn 3 - 1 Túnis
Fjúkk. Ég var nú alveg hljóður megnið af leiknum. Orðinn skelkaður svona á sextugustu og fimmtu mínútu og svona.
En feykigaman að sjá Fabrégas blómstra, og að sjá Joaquin inná, það var gaman. Þetta var gaman allt saman.
En feykigaman að sjá Fabrégas blómstra, og að sjá Joaquin inná, það var gaman. Þetta var gaman allt saman.
18.6.06
Ég held með Guus Hiddink!
Brasilíumenn voru bara ekkert miklu betri en Ástralir. Þrátt fyrir að Hallgrímur Helgason hafi verið með einhverjar yfirlýsingar um að Þingvellir yrðu meira spennandi en þessi leikur, þá var bara fullt að gerast. Og ég er ósammála því að fyrri hálfleikur hafi verið eitthvað leiðinlegur. Della.
Nokkuð sammála Rafauganu um visku þessara spekinga í HM stúdíóinu. Þeir eru bara kjánar. Er hinsvegar ekki sammála honum um að Arjen Robben sé eitthvað bestur í fótbolta. Nei, kannski sagði hann það ekki. Hann sagði Robben bestan Hollendinga. En Robben er bara með rjúkandi standpínu. Hann einspilar víst! En er svosum hægt að ætlast til að hann gefi á Nistelrooy?
Gildir einu. Mótið hefur farið vel af stað og ég held með Spánverjum. Of sterkar taugar til Spánar til að losna við það. En Hiddink er pottþétt næstur á eftir með Ástralina sína. Þeir mega vera spútnikklið þessarar keppni, gætu alveg staðið undir því. Þeir og Ghana kannski.
Ástralir bjóða líka upp á Kewell. Liverpool!
Nokkuð sammála Rafauganu um visku þessara spekinga í HM stúdíóinu. Þeir eru bara kjánar. Er hinsvegar ekki sammála honum um að Arjen Robben sé eitthvað bestur í fótbolta. Nei, kannski sagði hann það ekki. Hann sagði Robben bestan Hollendinga. En Robben er bara með rjúkandi standpínu. Hann einspilar víst! En er svosum hægt að ætlast til að hann gefi á Nistelrooy?
Gildir einu. Mótið hefur farið vel af stað og ég held með Spánverjum. Of sterkar taugar til Spánar til að losna við það. En Hiddink er pottþétt næstur á eftir með Ástralina sína. Þeir mega vera spútnikklið þessarar keppni, gætu alveg staðið undir því. Þeir og Ghana kannski.
Ástralir bjóða líka upp á Kewell. Liverpool!
17.6.06
Heitirðu Allur?
Stelpan í sjoppunni sem tók niður pöntunina fyrir hjartaáfallið var ekki sérlega djúpþenkjandi. Ég fann það á henni um leið og hún spurði hvort ég gæti aðstoðað. Hún var heldur ekki neitt ótrúlega lífsreynd, og greinilega ekkert þroskuð fyrir aldur fram. Hún var þybbinn og hæg í hreyfingum. Sein til, og þurfti að hugsa allt tvisvar (fannst mér). Mig langaði bara svo í hamborgara. Ég ákvað því að fyrirgefa henni tafsið.
- Já, sagði hún spyrjandi og endurtók pöntunina. Sumsé, hamborgaratilboðið þarna, þetta númer eitt?
- Já, svaraði ég. Og gæti ég fengið kokteilsósu með þessu?
- Uuuh, já.
Ég fylgdist með henni velta því aðeins fyrir sér hvað kokteilsósa væri. Svo áttaði hún sig, leitaði í smá stund, og skrifaði það loks á blaðið fyrir framan sig.
- Hvaða... eh... hvað heitirðu? spurði hún.
- Hallur Þór.
Hún hinkraði, horfði aðeins vandræðalega á blaðið sem hún var að skrifa pöntunina á og svo aftur á mig.
- Heitirðu Allur?
- Já, sagði hún spyrjandi og endurtók pöntunina. Sumsé, hamborgaratilboðið þarna, þetta númer eitt?
- Já, svaraði ég. Og gæti ég fengið kokteilsósu með þessu?
- Uuuh, já.
Ég fylgdist með henni velta því aðeins fyrir sér hvað kokteilsósa væri. Svo áttaði hún sig, leitaði í smá stund, og skrifaði það loks á blaðið fyrir framan sig.
- Hvaða... eh... hvað heitirðu? spurði hún.
- Hallur Þór.
Hún hinkraði, horfði aðeins vandræðalega á blaðið sem hún var að skrifa pöntunina á og svo aftur á mig.
- Heitirðu Allur?
Dýraklám
Í aðalafréttatíma Sjónvarpsins í dag var farið nokkuð ítarlega ofan í kynlíf Kría. Það var áhugavert.
Handbolti
Til hamingju Ísland. Ég hoppaði og skoppaði og skríkti af kátínu og pabbi sat stjarfur síðustu tíu mínúturnar. Þegar Birkir Ívar varði skot staðsettur aftan við þriggja manna vörn, skalf húsið.
16.6.06
...en sá næsti tekur við!
Sumarið hefur ekki farið sérlega gæfulega af stað. Rigning og rok, og í þau fáu skipti sem sólin hefur laumað sér fram á sjónarsviðið hefur hitastigið sigið niður að frostmarki. Næturfrost hefur því jafnan fylgt sólskinsdögum.
En við höldum samt ótrauð áfram í Partíleik númer tvö! Ég get hinsvegar ekki, þrátt fyrir upphaflega tilætlan mína, sent fólk útfyrir hússins dyr. Ekki svo mikið allavega. Þess í stað vil ég fá sumarlegustu fundnu myndina. Reglan er einföld: farið í einhverja leitarvél, myndaleit, og skrifið eitthvað orð tengt sumrinu (má vera á hvaða tungumáli sem er) og finnið þá mynd úr því sem ykkur finnst sumarlegust. Sendið mér hana svo ásamt orðinu sem þið notuðuð til að finna hana.
Deddlænið er fjórtándi júlí. Þá á góð vinkona mín afmæli. Næsti partíleikur hefst svo daginn eftir, fimmtánda júlí. En þá eiga líka tvær stelpur sem ég þekki afmæli!
En við höldum samt ótrauð áfram í Partíleik númer tvö! Ég get hinsvegar ekki, þrátt fyrir upphaflega tilætlan mína, sent fólk útfyrir hússins dyr. Ekki svo mikið allavega. Þess í stað vil ég fá sumarlegustu fundnu myndina. Reglan er einföld: farið í einhverja leitarvél, myndaleit, og skrifið eitthvað orð tengt sumrinu (má vera á hvaða tungumáli sem er) og finnið þá mynd úr því sem ykkur finnst sumarlegust. Sendið mér hana svo ásamt orðinu sem þið notuðuð til að finna hana.
Deddlænið er fjórtándi júlí. Þá á góð vinkona mín afmæli. Næsti partíleikur hefst svo daginn eftir, fimmtánda júlí. En þá eiga líka tvær stelpur sem ég þekki afmæli!
Fyrsta partíleik sumarsins lokið...
Niðurstaða dómnefndar var einróma. Eða kannski tvíróma, því ég dró mig út úr nefndarstörfum til þess að hægt væri að gæta fyllsta hlutleysis. Þá sátu þau tvö eftir og völdu myndina hér að ofan. Allar myndir voru númeraðar en nafnið var skafið af. Þar að auki voru dómnefndameðlimir hafðir í einangrun í Danmörku (á Jótlandi meira að segja).
Myndasmiðurinn og sigurvegari fyrsta Partíleiks þessa sumars er því Magnús Birkir Skarphéðinsson. Hann er ekki með neitt blogg og fær engan hlekk.
Tiltekin voru af dómnefnd annað sæti og það þriðja, en auk þess þótti henni sérstaklega vert að minnast á eina mynd fyrir að ná fram stemningu. Þessi sæti verða ekki í boði að þessu sinni, en hugsanlega seinna. Þátttakan var ekki nægjanleg fyrir það.
En til hamingju Magnús.
Myndasmiðurinn og sigurvegari fyrsta Partíleiks þessa sumars er því Magnús Birkir Skarphéðinsson. Hann er ekki með neitt blogg og fær engan hlekk.
Tiltekin voru af dómnefnd annað sæti og það þriðja, en auk þess þótti henni sérstaklega vert að minnast á eina mynd fyrir að ná fram stemningu. Þessi sæti verða ekki í boði að þessu sinni, en hugsanlega seinna. Þátttakan var ekki nægjanleg fyrir það.
En til hamingju Magnús.
15.6.06
Sadómasó Sverige
Hvernig stendur á því að Svíar dæla út öllum þessum fínu markvörðum? Er einhver hópur fólks sem rottar sig saman og sendir börnin sín ung í það að láta drita einhverjum boltum eða pökkum, eða bara hverju sem, í sig, eða eru svona margir sænskir kjánar sem hafa bara ekkert betra við tímann að gera? Á hverju einasta HM, og þá gildir einu um íþróttina, er markvörðurinn besti maður Svía.
HM
Það munar ekki um það! Paragvæjar skella inn á tveimur helgum mönnum í einum. Þetta hlýtur bara að virka.
Þegar mönnum bregst bogalistin á HM...
...berja svekktir áhorfendur hér hækjum og göngugrindum í gólf.
HM
„Heyrðu, Guðjón, þeir standa bara ekkert á löppunum!“
- Logi Ólafsson að lýsa leik Svía og Paragvæja á Sýn
England
Á hæðinni fyrir ofan mig situr fjölmenni og horfir á HM. Englendingar eru að spila. Ég sé ekki þessa áhorfendur, en reglulega berst ómur af andköfum og ópum hingað niður í kjallara. Greinilega taugar til Englendinga.
Ekki beinlínis HM, en samt...
„...sökum þess að Austurríkismenn eru álíka góðir og Færeyingar í fótbolta þá...“
- Gambrinn
Hamborgaratilboð
Ég fékk mér hjartaáfall með frönskum í hádegismat. Keypti mér svo kokteilsósu með því og át það yfir sjónvarpinu.
14.6.06
HM
Nennir einhver að fara að segja Herði Magnússyni að hlutir valdi vonbrigðum? Aftur og aftur endurtekur hann hvernig hinn eða þessi leikmaður hafi ollið vonbrigðum.
HM
Ég græt af gleði yfir frammistöðu Spánverja. Þvílíkar færslur, þvílíkar skiptingar á milli kanta! Með tárvot augu get ég meira að segja sætt mig við þessa menn frá Real Madrid sem þurftu að flækjast í liðið!
13.6.06
12.6.06
Bíll við bíl
Hafi einhvern langað til að vita hvernig veröldinni væri fyrirkomið ef allir ættu bíl en engin væru bílastæðin, þá var besta dæmið um það líklega að finna við vesturlandsveginn á milli Úlfarsfells og 70 km hússins undir Grafarholti, á meðan tónleikar Rogers Waters stóðu yfir í Egilshöllinni.
Það er sem ég segi
Ég tala orðið ofsalega mikið við sjálfan mig. Eða sjónvarpið. Held að ég þurfi að fá mér gæludýr, eða bangsa, til að tala við.
Orkusöngl
Mér leiðist söngleikja auglýsingin frá Orkuveitu Reykjavíkur ótrúlega mikið. Þar skoppar einhver paur um hin og þessi svæði syngjandi um hvað það er gott að Orkuveitan skuli vera til.
Hún er líka svo djöfulli löng! Fyllir næstum ein og sér upp í heilt auglýsingahlé. Meira hvð OR á mikið af peningum.
Hún er líka svo djöfulli löng! Fyllir næstum ein og sér upp í heilt auglýsingahlé. Meira hvð OR á mikið af peningum.
HM
Mig langar svo að finna einhverja sniðuga líkingu eins og að Japanir séu eins og fjaðrir sem fjúki við minnstu golu Ástrala, eða þeir séu eins og snjókorn í eyðimerkurvindum Ástrala, en úr því að Japanir eru að vinna þennan leik (með ólöglegu marki) þá falla þær allar um sjálfa sig. Áfram Harry Kewell samt!
10.6.06
Ég sá það í bíómynd
Það ER auðveldara að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar! Ég vissi það alltaf.
HM
Ég fíla bara Fílabeinsströndina. Samt hata ég ennþá Chelsea, og í rökréttu framhaldi, Didier Drogba.
HM
Freddie Ljungberg er eins og hamstur á amfetamíni á vellinum. Ferlega eru samt þeir áhorfendur óheppnir sem eru með frjókornaofnæmi og eru á þessum leik.
9.6.06
HM
Oliver Kahn er jafnvel ófrýnilegri þegar hann situr á bekknum heldur en þegar hann stendur á milli stanganna.
Stara
Ég er búinn að reyna að horfa í augun á öllum sem ég mæti. Fólki finnst það yfirleitt ekki gaman og víkur sér undan störunni.
Í góða veðrinu
Undir styttunni af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli mætti ég Kristni H. Gunnarssyni. Rétt áður stóð ég á Lækjartorgi og skoðaði eldgamlar myndir af Reykjavík, meðal annars af styttunni af Jóni fyrir framan stjórnarráðið.
Kristinn heilsaði mér, eða svo hélt ég, og nikkaði á móti. Mér þótti ekkert óeðlilegt að alþingismaður heilsaði stórskáldi og ungum þjóðarsóma eins og mér. Svo heyrði ég Sollu gelta fyrir aftan mig. Ég var sumsé umkringdur alþingismönnum, stjórnarandstæðingi og mótmælenda innan stjórnarflokks.
Kristinn heilsaði mér, eða svo hélt ég, og nikkaði á móti. Mér þótti ekkert óeðlilegt að alþingismaður heilsaði stórskáldi og ungum þjóðarsóma eins og mér. Svo heyrði ég Sollu gelta fyrir aftan mig. Ég var sumsé umkringdur alþingismönnum, stjórnarandstæðingi og mótmælenda innan stjórnarflokks.
Heima er best
Það er ótrúlega gott að koma aftur heim í Kirkjugarðinn eftir vikudvöl í sveitinni. Það er merkilegt hvað ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna.
Óvart
Ég ætlaði bara að kaupa mjólk í bakaríinu við Hringbraut, en þessi bogna langloka var bara svo ótrúlega sjarmerandi.
7.6.06
Garðar Jónatan Þórhallur... og Tóti
Hálfkjánalegt eitthvað
Það bara virkar ekki að vera andvaka um miðjan dag. Mér finnst það allavega ekkert töff.
Örvænting
Strætóbílstjórinn keyrði sem óður væri frá Reykjalundi og upp að Hafravatnsbiðskýlinu. Ég þurfti að halda mér fast þegar hann brunaði upp og niður bogadregna dalinn sem vegurinn frá Reykjalundi liggur um. Svo hamraði vagninn yfir tvær hraðahindranir svo þær skáru undan botninum og var nærri oltinn þegar hann tók sveiginn á Hafravatnsplaninu. Þar stökk strætisvagnabílstjórinn út, inn í eitthvað kofaskrifli sem stóð þarna og skellti á eftir sér.
Sá hefur þurft á klósettið!
Sá hefur þurft á klósettið!
Rútína
Mér leiðist rútína meira en allt. Eða svoleiðis. Samt verð ég ótrúlega háður þeim litlu rútínum sem ég festist í.
Ég tek tildæmis strætó á morgnanna, heim úr vinnunni. Þá sest ég í næst aftasta sæti vinstra megin í vagninum. Ég sest raunar alltaf í næstaftasta sætið vinstra megin í vagninum, alveg sama hvert strætóinn er að fara. Eða ég.
En á morgnanna kemur alltaf inn stóð af fólki í Háholti. Alltaf sama fólkið. Og ein kona sem sest alltaf í sætið fyrir framan mig. Þá neyðist ég alltaf til að taka hnén af sætistbakinu og gera eitthvað annað við fæturnar á mér.
En í morgun kom konan ekki inn. Í hennar stað settist akfeitur maður á miðjum aldri í sætið fyrir framan mig. Hann var í blárri úlpu og lyktaði af harðfiski. Mér leið illa. Ég ákvað að fara í megrun.
Ég tek tildæmis strætó á morgnanna, heim úr vinnunni. Þá sest ég í næst aftasta sæti vinstra megin í vagninum. Ég sest raunar alltaf í næstaftasta sætið vinstra megin í vagninum, alveg sama hvert strætóinn er að fara. Eða ég.
En á morgnanna kemur alltaf inn stóð af fólki í Háholti. Alltaf sama fólkið. Og ein kona sem sest alltaf í sætið fyrir framan mig. Þá neyðist ég alltaf til að taka hnén af sætistbakinu og gera eitthvað annað við fæturnar á mér.
En í morgun kom konan ekki inn. Í hennar stað settist akfeitur maður á miðjum aldri í sætið fyrir framan mig. Hann var í blárri úlpu og lyktaði af harðfiski. Mér leið illa. Ég ákvað að fara í megrun.
6.6.06
Fyrir svefninn
Ég sá mann með hatt og rottu í bandi. Þegar ég nálgaðist þau heyrði ég manninn hvæsa á rottuna að haska sér. Rottan þefaði hin rólegasta af nýsprottnum fíflum, leit svo á mig og brosti smeðjulega. Um leið braust sól framúr regngráum skýjunum. Rottan skeit.
060606
Í dag er viðeigandi að horfa á hryllingsmynd eða heimsendaræmu. 28 days later er bara málið fyrir mig.
5.6.06
Áhættuleikur
Hverslags fólk skyldi það vera sem sækir um að leika lík í krufningu í CSI? Ætli það sé annars vel borgað?
4.6.06
Solaris
Inn á milli stóru myndanna sinna gerir Steven Soderbergh tilraunamyndir. Litlar, óháðar, tilraunamyndir. Hann gerði The Limey þar sem Terrence Stamp fór á kostum. Hún var svoleiðis. Einhver íslenski gagnrýnandinn kallaði þá mynd Tjallann, sem er frábær þýðing að mínu mati. Og að sama skapi finnst mér The Limey frábær mynd.
Soderbergh gerði líka Solaris. Ég hef ekki séð Solyaris. Ég sá raunar einhver kynningarplaköt úr henni og mér fannst aðalleikari sovésku myndarinnar alveg hæfilega líkur George Clooney. Og kvenmennirnir í þeim báðum voru líka óskup svipaðir að sjá. En Solaris finnst mér óskaplega góð mynd. Ofsalega exístensjal og þenkjandi eitthvað. Og voðalega falleg að sjá, skemmtilegar klippingar, skemmtilegt notað hljóð, fallegt rennsli og fín ... tónlist. Eða hvað á maður annars að kalla þessi umhverfishljóð sem tilheyra þó ekki myndheiminum (sko strákinn, sem rétt skreið í gegnum þessa kvikmyndafræði). Mig langar að sjá Solyaris, en mig langar að eiga Solaris.
Ég hef annars heilmikið álit á Steven Soderbergh sem leikstjóra.
Soderbergh gerði líka Solaris. Ég hef ekki séð Solyaris. Ég sá raunar einhver kynningarplaköt úr henni og mér fannst aðalleikari sovésku myndarinnar alveg hæfilega líkur George Clooney. Og kvenmennirnir í þeim báðum voru líka óskup svipaðir að sjá. En Solaris finnst mér óskaplega góð mynd. Ofsalega exístensjal og þenkjandi eitthvað. Og voðalega falleg að sjá, skemmtilegar klippingar, skemmtilegt notað hljóð, fallegt rennsli og fín ... tónlist. Eða hvað á maður annars að kalla þessi umhverfishljóð sem tilheyra þó ekki myndheiminum (sko strákinn, sem rétt skreið í gegnum þessa kvikmyndafræði). Mig langar að sjá Solyaris, en mig langar að eiga Solaris.
Ég hef annars heilmikið álit á Steven Soderbergh sem leikstjóra.
Augnabliksheimsókn til himna
Hún lítur óneitanlega vel út. Rökkrið og Ísland og svona. Fallegt allt. Snjór og rigning og sól og allt þetta. Reyjkavík sem stórborg; Hlemmur í faðmi skýjakljúfa. Gamla Landsbankahúsið að vinna leiksigur. Hvort þetta líti út eins og Minnesota eða New York hef ég bara ekki hugmynd um, aldrei komið þangað. En þetta er voða fallegt. Leikararnir standa sig alveg ágætlega. Fínir svipir. Aldrei verið sérlega hrifinn af Júlíu Stiles, ekki einu sinni þegar ég sá hana á Kaffibarnum. Þá langaði mig meira til að gera at í henni. Stríð'enni smá, „bara 'ríðenni“ eins og Júgóslavinn í Spaugstofunni sagði um árið. Man ekki hver lék hann, líklega Pálmi. Jeremí Rennes var hinsvegar svolítið kúl á Kaffibarnum. Líka í myndinni. Ekki Baltmákur. Hann er hvergi kúl (nú fæ ég líklega aldrei að fara inn á Kaffibarinn aftur).
Tónlistin var líka góð í Himnaförinni stuttu. Múgíson bregst náttúrulega ekki. Stundum fannst mér reyndar ekkert viðeigandi að hann væri að söngla, en það voru fín lög svo ég fyrirgaf það.
En mikið óskaplega var myndin leiðinleg. Allar setningar voru þvingaðar. Óraunverulegar. Eins og Belja að borða piparsteik með hnífi og gaffli. Og Bernaissósu. Myndi ekki trúa því að fólk tali svona þvingað og kjánalega fyrr en ég myndi hitta það, taka í höndina á því og svona. Ótrúverðugt.
Myndin var leiðinleg og handritið þvingað. Mér leið allan tímann eins og ég væri að hlusta á mynd sem væri þýdd úr íslensku og döbbuð á staðnum. Læv. Bara svona fólk með míkrófóna sem stæði við hliðina og læsi upp það sem ætti að segja. Ferlega takkí.
Og það gerðist ekkert fyrr en alveg í lokin. Maður áttaði sig í raun á öllu því sem líklega hefur átt að koma á óvart, nema viðbrögðum góðhjartaða rannsóknarmannsins. Þessa sem ætlaði sér að bösta tryggingarsvik í gegnum alla myndina. Forests Whitaker.
Það var reyndar eitt atriði í myndinni sem var sérstaklega flott. Þegar íslenskur vörubíll kramdi skottið á gömlum, amerískum sportbíl, og Jeremí Rennes og Júlía Stiles flugu fram af íslenskri bjargbrún og lentu í ísköldu Atlantshafinu súpandi hveljur. Falleg áferð á þessu öllu. Raunar allri myndinni.
En ég get ekki sagt að mér hafi hún þótt allra peninganna virði. Hún hefði örugglega verið ágæt á íslensku, með Þorvaldi Davíð og Álfrúnu Örnólfs eða eitthvað. Ég veit það annars ekki.
Mér fannst hún bara ekki virka.
Tónlistin var líka góð í Himnaförinni stuttu. Múgíson bregst náttúrulega ekki. Stundum fannst mér reyndar ekkert viðeigandi að hann væri að söngla, en það voru fín lög svo ég fyrirgaf það.
En mikið óskaplega var myndin leiðinleg. Allar setningar voru þvingaðar. Óraunverulegar. Eins og Belja að borða piparsteik með hnífi og gaffli. Og Bernaissósu. Myndi ekki trúa því að fólk tali svona þvingað og kjánalega fyrr en ég myndi hitta það, taka í höndina á því og svona. Ótrúverðugt.
Myndin var leiðinleg og handritið þvingað. Mér leið allan tímann eins og ég væri að hlusta á mynd sem væri þýdd úr íslensku og döbbuð á staðnum. Læv. Bara svona fólk með míkrófóna sem stæði við hliðina og læsi upp það sem ætti að segja. Ferlega takkí.
Og það gerðist ekkert fyrr en alveg í lokin. Maður áttaði sig í raun á öllu því sem líklega hefur átt að koma á óvart, nema viðbrögðum góðhjartaða rannsóknarmannsins. Þessa sem ætlaði sér að bösta tryggingarsvik í gegnum alla myndina. Forests Whitaker.
Það var reyndar eitt atriði í myndinni sem var sérstaklega flott. Þegar íslenskur vörubíll kramdi skottið á gömlum, amerískum sportbíl, og Jeremí Rennes og Júlía Stiles flugu fram af íslenskri bjargbrún og lentu í ísköldu Atlantshafinu súpandi hveljur. Falleg áferð á þessu öllu. Raunar allri myndinni.
En ég get ekki sagt að mér hafi hún þótt allra peninganna virði. Hún hefði örugglega verið ágæt á íslensku, með Þorvaldi Davíð og Álfrúnu Örnólfs eða eitthvað. Ég veit það annars ekki.
Mér fannst hún bara ekki virka.
3.6.06
2.6.06
Víðátta
Mér finnst teningsljósár ofboðslega fallegt orð yfir mælieiningu. Ljósár eitt og sér finnst mér fallegt, en það er eitthvað magnað við ljósár í heilan tening. Finnst mér.
Öh, leið sextán sem er á leiðinni í Ártún...
- ... og, hérna, sem fer síðan upp í Grafarvog... öh, já?
- Já, ég er hérna bara að renna yfir Elliðaárnar.
- Öh, já. Ég er, hérna, ég er leið fimm, sko... oohg eeh... hérna, er með farþega sem vill gjarnan fá far með þér.
- Já? Hvar ertu?
- Öh, já, ég, hérna, er að koma í Ártún, bara rétt að renna í Ártún, sko. Ég er á leiðinni í bæinn... sko.
- Jájá, ertu hinum megin.
- Öh, já. Já, ég er, já, á leiðinni í bæinn sko.
Rosalega er gaman að sitja í kyrrstæðum strætó einhversstaðar uppi við Hafravatn, og hlusta á samræðurnar sem fara fram í talstöðvarkerfinu, á meðan maður bíður eftir að bílstjórinn klári kaffið sitt þarna inni í gámnum, og reyki kannski eina sígarettu líka, og komi svo aftur og keyri aftur af stað svo maður komist nú heim að sofa eftir næturvakt.
- Já, ég er hérna bara að renna yfir Elliðaárnar.
- Öh, já. Ég er, hérna, ég er leið fimm, sko... oohg eeh... hérna, er með farþega sem vill gjarnan fá far með þér.
- Já? Hvar ertu?
- Öh, já, ég, hérna, er að koma í Ártún, bara rétt að renna í Ártún, sko. Ég er á leiðinni í bæinn... sko.
- Jájá, ertu hinum megin.
- Öh, já. Já, ég er, já, á leiðinni í bæinn sko.
Rosalega er gaman að sitja í kyrrstæðum strætó einhversstaðar uppi við Hafravatn, og hlusta á samræðurnar sem fara fram í talstöðvarkerfinu, á meðan maður bíður eftir að bílstjórinn klári kaffið sitt þarna inni í gámnum, og reyki kannski eina sígarettu líka, og komi svo aftur og keyri aftur af stað svo maður komist nú heim að sofa eftir næturvakt.
„You don't like Beethoven!“
„You don't know what you're missing...“
Eyþór Arnalds minnir mig stundum á Stansfield í Léon. Þar fór Gary Oldman á kostum. Nema, Gary Oldman er kúl. Það finnst mér Eyþór ekki vera.
„...Overtures, like that, get my... juices flowing. So powerful. But after his openings, to be honest, he does tend to get a little fucking boring. That's why I stopped!“
Eyþór Arnalds minnir mig stundum á Stansfield í Léon. Þar fór Gary Oldman á kostum. Nema, Gary Oldman er kúl. Það finnst mér Eyþór ekki vera.
„...Overtures, like that, get my... juices flowing. So powerful. But after his openings, to be honest, he does tend to get a little fucking boring. That's why I stopped!“
Frasier...
Bíddu, hvers á maður eiginlega að gjalda hérna? Hvar er endursýningin? Og hvað er dagskrárskilti morgundagsins að meina þegar það segir: Frasier - Lokaþáttur?
Hvaða helvítis mormónar sitja við stjórnvölin hjá SkjáEinum núna?
Hvaða helvítis mormónar sitja við stjórnvölin hjá SkjáEinum núna?
1.6.06
Dúett
Það býr trompetleikari í sömu íbúð og fiðlarinn knái. Það ku vera íbúðin gegnt minni, hinum megin í risinu. Í dag æfðu þau sig saman.
Partíleiknum er lokið
Fyrsta partíleik sumarsins er lokið. Nú verða myndirnar sendar utan til dómnefndar og verða úrslit birt eftir tíu daga. Verðlaunin verða tilkynnt á sama tíma.
Fimm dögum seinna er áætlað að næsti partíleikur fari í gang.
Fimm dögum seinna er áætlað að næsti partíleikur fari í gang.
Kaiserschmarrn
Ein þjóðsagan fullyrðir að í einni af veiðiferðum sínum hafi Franz Jósef keisari og konungur yfir Austurríki-Ungverjalandi, tekið sér óvænta hvíld hjá fátækum bændum. Bændahjónin áttu ekki sérlega margt í veislumáltíð svo bóndakonan bætti mjólk og eggjum við fjölskylduuppskrift af Holzfallerschmarrn, sem er auðveldur réttur sem mestmegnis er framreiddur úr hveiti og dýrafitu.
Einhverjir halda því hinsvegar fram að yfirkokknum í eldhúsi keisarahallarinnar hafi orðið á einhver mistök þegar hann steikti pönnukökur. Til að hylja þau hafi hann hrært möndlum og rúsínum saman við þær og fleygt yfir herlegheitin flórsykri.
Samkvæmt þjóðsögunni (þó ekki þeirri fyrstu) var rétturinn upphaflega tileinkaður keisaraynjunni Elísabetu. Af rómaðri matvendni (sumir segja raunar að hún hafi þjáðst af anorexíu) þótti henni ekkert til réttarins koma. Það lá því beinast við að nefna hann eftir keisaranum sem, ólíkt frúnni, þótti hann ljúfengur.
Persónulega finnst mér þetta best með eplasósu og fullt af flórsykri.
Einhverjir halda því hinsvegar fram að yfirkokknum í eldhúsi keisarahallarinnar hafi orðið á einhver mistök þegar hann steikti pönnukökur. Til að hylja þau hafi hann hrært möndlum og rúsínum saman við þær og fleygt yfir herlegheitin flórsykri.
Samkvæmt þjóðsögunni (þó ekki þeirri fyrstu) var rétturinn upphaflega tileinkaður keisaraynjunni Elísabetu. Af rómaðri matvendni (sumir segja raunar að hún hafi þjáðst af anorexíu) þótti henni ekkert til réttarins koma. Það lá því beinast við að nefna hann eftir keisaranum sem, ólíkt frúnni, þótti hann ljúfengur.
Persónulega finnst mér þetta best með eplasósu og fullt af flórsykri.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
-
„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“ Eitthvað hálftruflandi við þetta.
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...